Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1930, Page 3

Skinfaxi - 01.11.1930, Page 3
SKINFAXI 163 sem spurði, hvort Almannagjá iiefði verið „búin til“ i fyrra, vegna hátíðarinnar. Konan átti að haí'a verið frá Ameríku, og þar láta menn sér ekki alla hluti fyrir brjósti brenna! Hvarvetna í heiminum, þar sem eitthvað er um ferðamenn, eru gel'nar út staðalýsingar, með lielztu atriðum í náttúrueinkennum og sögu staðanna, ásamt uppdráttum, sem gjöra framandi mönnum auðvelt að átla sig á tiltölulega stuttum tíma. Hér á landi er ekkert slíkt til, nema leiðarvísar þeir um Þingvelli, sem gefnir voru út fyrir Alþingis- liátíðina. Ef ekkert verður að gjört, verður hvorttveggja, að gestir vorir, sem liingað koma, verða fyrir vonbrigð- um, og að íslenzka þjóðin sjálf gleymir sinni eigin sögu. í þessu efni eiga ungmennafélögin að liefjast handa. Það væri gott verk og æskunni samboðið, að taka að sér sögustaðina. Hvert ungmennafélag ætti að hafa það á stefnuskrá sinni, að vernda sögustaðina í sinni sveit, sjá um að þeir yrðu friðaðir, þar sem þess er þörf, og að saga þeirra gleymist ekki. Engu ungmennafélagi ætti að vera það ofraun, að safna drögunum til sögu þeirra staða, sem flestar end- urminningar eru tengdar við, hvert i sinni sVeit, og gefa út í læsilegu formi, sem væri hvorttveggja í senn, minnisvarði staðarins og atburðanna, sem þar hafa gjörst, og handhægur leiðarvísir fyrir ferðamenn. Á fyrra hlula 19. aldar voru íhúar Rómaborgar húnir að gleyma því, að mitt á meðal þeirra var stað- ur, sem á blómatíma rómverska ríkisins hafði verið miðdepill heimsins. Rómverska torgið „Forum Róm- anum“ var þá liulið mold og rústum fallinna liúsa, svo að enginn sá þess merki. Þetta fjölfarnasta torg heimsins, þar sem stóðu sigurbogar keisaranna og musteri guðanna, var gleymt sjálfum landsins börn-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.