Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1930, Page 7

Skinfaxi - 01.11.1930, Page 7
SKINFAXI 167 þá, sem deigir eru og tregir, út i umræður, og er mik- ið með þvi unnið. Áður en fundur liefst, ritar formaður dagskrá fundarins. Uppistaða hennar er efni þau, sem verk- efnanefnd liefir áætlað, en þar við hætast starfsmál og annað það, er taka þarf fyrir. Fundi U. M. F. skal setja á tilsettum tíma. Óstund- vísi sæmir engum vel, en ungmennafélögum sizt allra. Syngja skal þcgar eftir fundarsetningu, ættjarðar- eða livataljóð, eða sálm. Vel fer á því, að hefja sunnu- dagsfundi með liúslestri og sálmasöng, eins og t. d. U. M. F. Biskupstungna gerir. Snemma á fundi skal inntaka fram fara, ef kostur er nýi’ra félaga. Formaður skipar nefnd, er skýrir innsækjanda frá stefnu U. M. F. og skyldiun félags- manna. Einkum er áriðandi, að innsækjanda sé ljóst, liverjar skyldur liann tekst á liendur, er hann gerist ungmennafélagi. Nefndin talar við innsækjanda ut- an fundar, en skýrir síðan fundinum frá viðtalinu og gerir tillögu um, hvort innsækjandi skuli tekinn í félagið eða eigi. Fer síðan atkvæðagreiðsla fram um tillöguna, og er rétt, að innsækjandi sé eigi við- staddur á meðan. Kemur hann inn á fundinn, ef sam- þykkt er inntakan, og skrifar þegar undir skuldbind- inguna, en enginn er lögmætur félagi innan U. M. F., nema hann liafi gert það. Býður formaður þá hinn nýja félaga velkominn. Fer vel á, að syngja nú „Vor- raenn Islands" eða annan hvatasöng. Þá koma fundarstörfin livert af öðru, eftir dag- skrá. Gott er, að skiftist á alvöi’ustörf og skemmtilið- ir. Erfið mál komi jafnan til meðferðar á undan öðr- um léttari. í fundarlok er rétt, að formaður minni á, liver störf liggja fyrir næsta fundi. Jafnan skal enda fund með söng, og gott er, að syngja milli dagskrár- liða. Sum U. M. F. halda aðalfundi á hausti; önnur ná-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.