Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1930, Síða 10

Skinfaxi - 01.11.1930, Síða 10
170 SKINFAXI á fræðslu um stefnu og tilgang U. M. F., og störf þess sérstaka félags, sem fundinn heldur. Ætti að flytja sitt erindi um hvort þessarra efna. Gott umræðumál á slíkum fundum er framtíðarstörf félagsins, eða eitt- hvert framfaramál sveitarinnar, það er félagið her fyrir hrjósti. Eigi má gleyma söng né öðrum skemmti- efnum. Boðsfundir þurfa að vera vel undirbúnir og ganga liðugt -— livergi töf né bið. — „Þetta er ungt og leikur sér.“ Æskumenn, sem af- neita vilja leik og gamni, ættu fremur að nefnast gam- almenni. Heilbrigðri æsku fylgir gleðiþrá og skemmti- þörf, og er ekkert nema gott um það að segja. Skelli- lilátur getur lengt æfi manna. Glaðir menn eru hraust- ari en fúllyndir, og auk þess hugkvæmari og starf- hæfari. Fjör og gleði á að rikja þar sem æskan er að verki. Eitt lilutverk U. M. F. er það, að sjá ungu fólki fyr- ir fullnægingu skemmtiþrár sinnar. Félögin eiga að vera skemmtifélög, jafnframt því, sem þau eru hug- sjónafélög og framtaksfélög á verklega vísu. Auðvit- að verður skemmtunum að vera svo í hóf stillt, að vegna þeirra séu engin skyldustörf niður felld. Þær eiga að koma að samskonar notum og kryddið i matnum. Enginn lifir á einu saman kryddi. U. M. F., sem lifir vegna skemmtana einna saman, á sér naum- ast tilverurétt. Félag, sem lætur sig skemmtanir engu skifta, kemur varla að meira en hálfum notum. U. M. F. eiga að vera vandlát í vali skemmtiefna, og nota þau ein, er þroski fylgir og vöxtur, andleg- ur og líkamlegur. Þau eiga að kenna æskufólki að skemmta sér á liolla vísu og mannbætandi — draga hugi æskumanna að slíkum gleðiefnum, frá óhollu gamni, innantómu, grófu eða spillandi. Eiga U. M. F. hér mikið verk að vinna. Þegar samin er starfskrá félags eða dagskrá fund- ;ar, verður að gæta þess, að ætla hverjum fundi ein-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.