Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1930, Side 11

Skinfaxi - 01.11.1930, Side 11
SIÍINFAXI 171 hver skemmtiatriði. Fer vel á, að blanda þeim inn á milli alvarlegra umræðna og fyrirlestra. Þó mun alls eigi ráðlegt, að blanda dansi innan um fundastörf. Ef fundarstjóri finnur þreytumerki á fundi, eða um- ræður gerast langdregnar, þá ætti liann a!ð livíla fundarmenn á fjörugu lagi, kýmnisögu eða öðru slíku. Á fundum verður skemmtunum jafnan að vera svo í hóf stillt, að hver fundur sem lieild heri meiri svip hinna alvarlegu starfa. Og velja skal og vinna „al- varlegu" störfin þannig, að þeim fylgi hrifning, og þá gleði og gaman um leið. Keppa her að þvi, að eng- inn hluti ungmennafélagsfundar skilji eftir óþægilega endurminningu né eyði og tóm i minningasafni nokk- urs góðs félaga. Rétt er og sjálfsagt, að U. M. F. haldi einstöku sinn- um skemmtifundi innan félags, þar sem eingöngu sé skemmtun á boðstólum, en engin venjuleg fundar- slörf. Ekki má þó gera of mikið að slíku, og sízt svo, að meira heri á þeim fundum en hinum. Betra er, að slikir fundir séu fáir og vel lil þeirra vandað, en að þeir séu margir og fáhreyttir. Á það að vera ófrávíkj- anleg krafa, að félaginu sé sómi að þeim.— — Nú fer vetur í hönd, fundatimi og starfaskeið ungmennafélaga. Yeturinn er skammur og líður óðar en varir — verkin mörg, sem vinna þarf. Margt vilja- stál deigt og þarf að hrýna svo að híti. Riður þvi á, að nota stundina, meðan liún gefst. Ef til vill geta framanskráðar bendingar komið einhverju félagi að liði ■—■ orðið til þess, að gera fundastarfið fjölhreyttara og frjórra.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.