Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1930, Síða 17

Skinfaxi - 01.11.1930, Síða 17
SKINFAXI 177 minnstan þátt i því. Þó var það eitt, sem bar af okk- ar hátíð þarna, og sem lireif mig mjög, og ]iað var hve allir sungu. Datt mér ósjálfrátt i liug, hve guðs- þjónustan í Almannagjá, veglegasta musterinu, sem nokkur guðsþjónusta hefir farið fram i, hefði orðið enn hátiðlegri, ef allar þær þúsundir, sem þar voru saman komnar, hefðu tekið þátt í söng sálmanna og á þann hátt orðið persónulegir ])átttakendur í hátíðahaldinu, því að ekkert sameinar eins ókunna einstaklinga og söngurinn. Frá Stiklastað fórum við aftur kl. tæplega 6 síðd. og komum til Niðaróss kl. 9. Var þá haldið heiin til Hauger-lijónanna, en þar hjuggum við meðan við dvöldum í Niðarósi. Áttum við þar góða æfi, sem hjá gömlum vinum væri. Vildu þau hjón allt fyrir okkur gera og voru gestrisin, eins og bezt gerist hér á landi. 30. júlí kl. 10V2 fórum við í dómkirkjuna. Voru þar þá fluttar kveðjur frá kirkjum og söfnuðum ýmsra landa. Þar á meðal flutti Ijiskuj) íslands kveðju frá íslenzku kirkjunni og mælti hann snjallt og skörulega, svo að engin kveðja var hetur flutt. Á eftir var guðsþjónusta. 31. júlí lilustuðum við á kirkjulegt, þjóðlegt erindi í kirkjunni, er Anders Hovden sóknarprestur og skáld hélt, en um kvöld- ið var samsöngur og hljómleikar. Var sá söngur ágætur, þótt ekki gæti hann jafnazt á við St. Ólafs- kórið, sem áður er getið um. Við vorum að eins þessa tvo daga í Niðarósi, en hátíðahöldin stóðu til næsta sunnudags, eða í sex daga, og fóru að mestu leyti fram í dómkirkjunni. Öllu frá hátíðinni \ar útvarp- að og var gj allarhornum komið fvrir víðs /egar um borgina, svo að næstum gilti einu livar maður var staddur, alstaðar gat að heyra það, sem fram fór. 1 sambandi við hátíðina voru sýningar miklar í Niðarósi. Voru þær i fjórum aðaldeildum. Á Ríkis-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.