Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1930, Page 18

Skinfaxi - 01.11.1930, Page 18
178 SKINFAXI sýningunni á Erkibiskupssetrinu, sem er mikil og forn bygging, rétt við dómkirkjuna, var sýnt allt, er við kom sögu og stjórn Noregs um aldaraðir, m. a. öll bréf og símskeyti, er snerlu skilnað Noregs og Svíþjóðar, samningurinn 1814, kóróna og krýn- ingarstóll ríkisins, vopnabúnaður og mynt um marg- ar aldir og fjölda margt fleira. Á Ólafssýningunni var sýnt allt, er við kom kirkju og kristilegri starf- semi, svo og allt, er snerti átrúnað á Ólaf konung, þar á meðal allar lielgimyndir og trélíkön af hon- um, sem til náðist. Voru þar tvö líkön frá íslandi, sem eru á forngripasafni Dana. Var mikið af mun- um og skjölum á þessum sýningum að láni frá Sví- þjóð, Danmörku og fleiri löndum. Á Þrændalaga- sýningunni voru allskonar framleiðsluvörur, áböld og vélar, er sýndu atvinnuvegi þjóðarinnar í versl- un, iðnaði og landbúnaði. Á sjávarútvegssýningunni voru allskonar veiðitæki, fiskafurðir og meðferð þeirra. En einna merkilegast i þeirri sýningardeild var tvennt: Gömul sjóbúð með öllu þar til lieyrandi,. smáu og stóru, eins og þær tíðkuðust í gamla daga í Suður-Þrændalögum (sjá mynd), og skipið „Fram“, sem Otto Sverdrup og Friðþjófur Nansen fóru á norður í böf og Roald Amundsen lil suðurheim- skautsins. Voru á skipinu öll gögn og áhöld, sem notuð voru til þessarra ferða, ásamt fatnaði, sleð- um o. fl. Því miður urðum við að skoða þessar sýn- ingar allar á svo skömmum tíma, að við liöfðum ekki þau not af þeim, sem skyldi, en tíminn leyfði ekki lengri dvöl. Niðarós er fallegur bær og merkilegur í sögu Nor- egs fyrir margra hluta sakir. Ilann er grundvallaður af Ólafi Tryggvasyni 997. Fram til þess tíma höfðu Þrændur kaupstefnu að Hlöðum og nefndu Kaup- ang; en bæði vegna þess, að áin Nið ber fram leir og myndaði grynningar austanvert við ána, undan

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.