Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1930, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.11.1930, Blaðsíða 19
SKlNFAXI 179 Hlöðum, og liins, að við Hlaðir voru tengdar svo margar heiðnar minningar, flutti Ólafur konungur verslunarstaðinn vestur fyrir árósinn og nefndi hann Niðarós. Hélzt það nafn fram á miðaldir, unz Danir breyttu því í „Trondhjem“. Hafa landsmálsmenn í Noregi nú um lirið harizt fyrir að fá nafninu hreytt og loks í fyrra samþykkti Stórþingið norska lög um að hærinn skyldi aftur bera silt forna heiti Niðarós. En þá brá svo undarlega við, að flestallirNið- arósbúar risu öndverðir gegn nafnbreyting- unni og hófu öflugt stríð gegn þessu forna,lög- boðna nafni. Er sú barátta þeirra með þeim fádæmum og af slíku kappi gjör, að liún hlýtur að vekja andúð allra hlutlausra manna gegn Trondhjemsnafninu. Á næstum hverju liúsi blaktir veifa með nafninu „Trondhjem“, sumir negla veifur þessar fastar á húsin, fjöldi borgarbúa hefir slíkar smáveifur saumaðar l’astar í jakkaliornið. Á bílunum eru þessar veifur úr málmi lóðaðar fastar, og hvarvetna er reynt að láta þelta danska nafn sjást sem greinilegast. Á sum hús er málað stórum stöfum: „Trondhjem skal byen heita“. Við lilið og vegamót á vegum frá bænum standa drengjahópar og hrópa hástöfum að bílum þeim, sem til bæjarins aka: „Trondhjem, Trondhjem“. Minnir það ósjálfrátt á hundana í sveitum, sem sitja við vegina og bíða tækifæris að gelta að bílum þeim, sem framhjá fara. „Trondhjemssinnar“ hafa gjört SjóbúSin.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.