Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1930, Side 21

Skinfaxi - 01.11.1930, Side 21
SKINFAXI 181 Þá þrjá daga, er við dvöldum í Niðarósi og á Stikla- stað, má segja að liver stundin væri annari viðburða- ríkari fyrir okkur, enda var móttaka okkar svo und- irbúin af stjórn félagsins þar, að engin stund fór til ónýtis. Lagði formaður (Hauger) niður vinnu þá daga, er við dvöldum þar, lil að geta leiðbeint okkur sem bezt. Daginn áður en við fórum, borðaði félagsstjórn- in og nokkrir félagar aðrir með okkur miðdagsverð á Bondeheimen í kveðjuskyni, en um kvöldið sátum við í góðum fagnaði heima bjá Hauger og gengum siðla til hvílu, þótt árla skyldi af stað halda næsta morgun. Framh. fslenzk skip og erlend. Þcss er skammt að minnast, að íslendingar áttu engin skip og urðu að fljóta á dönskum fjölum hvert sem þeir fóru á sjó, fram með ströndum og milli landa. Má mönnum enn í fersku minni vera aðbúð sú, er menn urðu að sæta í farmrúmum erlendra strandferðaskipa, innan um vörur og skran, valds- mannsbragur danskra ski])stjórnenda og undirlægju- skapur landans gagnvart útlendingum. Þá var kveð- ið í skopi um þá hugsun, að „ætla nú að eignasl skip, þótt enginn kunni að sigla“. Nú er öldin orðin mjög önnur en þá var. Islend- ingar liafa „eignazt skip“, þólt fleiri megi þau verða, og þeir „kunna að sigla“ engu siður en aðrar þjóðir. Stolnun Eimskipafélags íslands er eitt merkasta spor, sem íslendingar hafa stigið í sjálfstæðisátt. Það spor miðaði ekki einasta til þess, að vér værum sjálfbjarga um nauðsynlega flutninga. Því fylgdi og menningar- auki eigi alllitill. Þegar íslenzk skip komu til skjal-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.