Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1930, Side 28

Skinfaxi - 01.11.1930, Side 28
188 SKINFAXI Lítil hugvekja. Fyrir mörgum árum las eg smásögu, sem mig minnir að væri eftir sænsku skáldkonuna Selmu Lagerlöv. Sú saga hét Vegurinn milli himins og jarðar. Eg man að visu ekki sögu- þráðinn til hlýtar, en svo mikið þó, að sagan var um gamlan mann, sem af einhverjnm ástæðum var hornreka og einstæð- ingur, eins og oft vill brenna við. En honum var sú list lagin að leika á fiðlu, og þegar hann tók! hana sér í liönd og strauk boganum um strengi hennar, þá barst sál hans á vængjum liljómanna frá ömurleika hversdagslífsins til hærri og betri heima. Hljómar fiðlunnar voru honum vegurinn milli himins og jarðar. Leiðirnar eru vissulega margar frá jörðunni til himsins, eða frá því, sem lágt er, lítilmótlegt og spillandi til hins göfuga og fagra. En finnst ekki fleirum eins og mér, að söngurinn eða hljómlistin sé einmitt einhver bezta og greiðfærasta leið- in; að það sé fátt, sem fremur megnar að hefja huga okkar frá svartsýni og ömurleika, áhyggjum og erfiðleikum, til von- ar og trúar á það, sem gott er og göfugt, lil sannrar hjart- sýni? Hafið þið ekki öll hlustað á þann söng eða hljóðfæra- leik, sem hrært hefir við instu stregnjum sálar ykkar og hrif- ið svo huga ykkar, að þið búið að þeim áhrifum enn og alla daga? Eg vildi að þið gætið svarað þvi játandi. — Það er sannfæring mín, að börnunum sé það sérstaklega dýrmætt og nauðsynlegt, að fá sem oftast að heyra sungið eða leikið á hljóðfæri, vegna varanlegra og góðra áhrifa, sem hljómlist- in hefir á barnshugann. Og eg tel, að þar sem börn alast upp án þess að heyra sungin eða leikin á hljóðfæri fögur sönglög, vanti mikilsverðan þátt í heimilislífið og þar með uppeldi barnanna. -— Frá bernsku minni eru mér hvað kær- astar minningarnar um það, er faðir minn lék á fiðluna sína fyrir okkur systkinin og söng stundum með. Og eg skil það betur nú en þá, hvc góðar þær stundir voru og áhrif þeirra djúptæk og varanleg. — Því vil eg leggja ykkur það á lijarta, ungir menn og meyj- ar þó sérstaklega, sem eigið það hlutverk i vændum, að vaka með ást og umönnun yfir velferð barna ykkar, að þið ger- ið það, sem í ykkara valdi stendur, til að þau fái að heyra á heimili sínu söng eða hljóðfæraleik, helzl á hverju kvöldi. Þórður Jónsson, Brekknakoti. Félagsprentsmiðjan.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.