Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.01.1932, Qupperneq 24

Skinfaxi - 01.01.1932, Qupperneq 24
24 SKINFAXI Bækur. Magnús Helgason: Kvöldræður í Iíennaraskólanum 1909—-1929. Rvík 1931. ÞaS mun vera mál flestra þeirra eða allra, er nám hafa stundað í Kennaraskólanum, aS eng- um manni hafi þeir kynnst, er þeir virSi til jafns viS séra Magnús Helgason. Og öllum mun oss nemöndum hans koma liann í hug jafnan, er vér heyrum góSs manns getið. Vér minnumst hans sem kennara, stjórnanda, ráSunauts, vinar.. Þœr stundir, er hann flulti ræSur á samkomum nemenda,. verða oss mörgum meðal minnisstæðustu hátíða. Nú hefir Prestafélag íslands gefið ræður séra Magnúsar út. Verður hugsandi æskumönnum trauðlega valin hollari hók. í ræðunum koma glögglega fram einltenni eins hins ágætasta manns, er setið hefir á íslenzkum kennarastóli: Karlmennska, drenglund, manngæzka og næmur skilningur. Hugsunin er öll íslenzk og hvergi skeikar um smekkvísi á mál. RitgerS um M. H., eftir Einar H. Kvaran, fylgir ræðunum, góð, en þó bjóst eg við meiru úr þeirri átt. — Bókin kostar 0 krónur, óbundin. Skýrslur um Laugarvatnsskóla 1928—’3l eru nýkomnar úl í smekklegu hefti, 100 bls. með myndum. Er þarna margvis- lega fræðslu að fá, um þenna veglcgasta alþýðuskóla íslend- inga. Eigi gefur rit þetta jafn-glæsilega innsýn í skólallfiS og árangur námsins, og Ársrit Laugamanna gefur í Lauga- skóla. Enda er hér aðeins skýrsla. G u n n a r M. M a g n ú s s o n: Brekkur. Reykjavík. 1931. — Þetta er mjög snotur barnabók, Ijóð, æfintýri og samtöl, myndum skreytt. Höf. er mcSal þeirra kennara höfuðstaSar- ins, er rnests álits njóta, enda sér það á hók hans, að hann kann skil á börnum. Brekkur kosta kr. 1,40 i bandi. „Ynglingaáldern“ og „Scoutrörelsen“ eftir Haerberger fást í bókaverzlun E. P. Briem, Reykjavik. Félagsprentsmiðjan.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.