Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1960, Page 6

Skinfaxi - 01.11.1960, Page 6
102 SKINFAXl dýrmætur, því veröur hans heimanbún- aður að vera góður. Skólarnir og starfsfræðslan. Síðasta Alþingi samþykkti þingsálykt- unartillögu til ríkisstjórnarinnar að beita sér fyrir því, að starfsfræðsla verði tekin upp í skólum. Sams konar ályktanir hafa komið frá mörgum félögum, svo að nú virðist sýnt, að skólarnir verði lafarlaust að liefjast lianda til úrhóta i þessu efni. En málið er ekki auðleyst. Hér er um stórmál að ræða, sem engin reynsla er til um,á hvern hátt verður hagkvæmast að leysa. Aðrar þjóðir liafa að vísu reynslu í þessu efni, en við megum ekki flytja hing- að til lands aðferðir annarra þjóða, án þess að liafa reynt, hvort þær henta okk- ur. Við eigum að hefja tilraunir í smáum stíl og reyna að skapa okkur á sem skemmstum tíma þann grundvöll, sem við byggjum svo þetta starf okkar á síð- ar. En í þessu sambandi er rétt að leiða liugann að því, á hvaða stigum skóla- fræðslunnar eigi að vera starfsfræðsla. Ég álít, að undirbúningur mætti byrja í efstu bekkjum barnaskólans sem almenn- ar upplýsingar um atvinnuvegi landsins, útflutning, innflutning, samgöngur, vöru- dreifingu og verkaskiptingu í þjóðfélag- inu. í unglingaskólum og héraðsskólum ætti svo að hafa starfsfræðslu sem eina námsgreinina. Kennslunni má að sjálf- sögðu liaga á marga vegu, og hér verður ekki gerð grein fyrir henni að nokkru ráði. Þó mætti hugsa sér, að þar væru ann- ars vegar beinlínis kennd nokkur störf í samhandi við landbúnað, sjóvinnu og þar með vinnslu og meðferð fisks, meðferð og hirðingu bú- og lieimilisvéla, heimilis- stjórn, afgreiðslustörf o. fl. Kenna mætti þetta með notkun ljósmynda, skugga- mynda, kvikmynda, hóka, ýmiss konar muna og áhalda og sýnikennslu á verkinu sjálfu. Nauðsynlegt er líka að gefa nem- endum kost á að vinna sjálfir verkið. Hins vegar þurfa svo að koma stöðuvals- leiðbeiningar, þar sem hægt er að veita nemendum ýtarlegar upplýsingar um all- ar þær atvinnugreinar, sem stundaðar eru hér á landi. Upplýsingar þarf að vera hægt að gefa um hvaða hæfileika maður þarf að hafa til þess að geta tekið starfið að sér, hvaða menntunarkröfur eru gerð- ar og hvaða atvinnuskilyrði eru fyrir hendi — og eins hversu mikilvægt starfið er fyrir þjóðfélagið i heild. Sjálfsagt er að liafa náið samstarf um þessa kennslu við aðila atvinnugreinanna og gefa unglingum kost á að kynnast störfum á vinnustað og jafnvel gefa þeim færi á að starfa einhvern tíma að verkinu sjálfu, ef hægt reyndist að koma því við. Til þess að skipuleggja þetta starf er nauðsynlegt að fræðsluyfirvöld í landinu ráði nú þegar einn mann til þess að hefja undirbúning á þessum vettvangi. Maður þessi má engum öðrum störfum þurfa að sinna. Hann þarf að helga sig þessu starfi algjörlega. Enda er hér svo mikið starf fram undan, að brátt verður það ofvaxið einum manni að Ieysa. Næsta stig er svo að þjálfa nægilega marga menn til að starfa að þessari kennslu. Atvinnuvegir og félagssamtök. Þegar grundvöllur hefur verið lagður að starfsfræðslu í skólum, kemur til kasta

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.