Skinfaxi - 01.11.1960, Page 10
106
SKINFAXI
urinn hafði valdið tjóni í þorpinu. Þakið
hafði fokið af húsinu hennar Stínu
klénsa, svo að ofan frá sá óhindrað ofan í,
morandi barnabælið ...
„Þetta hefst af að vanrækja bænahald-
ið, — það er það, sem þær gera, svona
manneskjur,“ sagði Beta snikkarans við
bónda sinn, „það er sosum ekki við góðu
að húast, Jósef og María miskunni mér!
Og i stað þess að hiðja jólabænina sina
stekkur hann bara af stað! Hjá hverjum
mundi verndar að vænta, ef ekki hjá
blessuðum himnaföðurnum okkar?“
Stína klénsa var ekkja járnsmiðs, sem
látizt hafði fyrir fáum árum. Hún átti
fimm börn, sitt á hverju árinu, og það
elzta lá nú i skarlatssótt. Hún naut ekki
verulegra vinsælda í þorpinu, og sagt var,
að liún færi stundum á haustin og tæki
upp kartöflur, þar sem hún hefði engar
sett niður. Nú hafði þakið folcið ofan af
höfðinu á henni og krökkunum, og flís-
arnar lágu á víð og dreif um götuna og
húsasundin. Stína barðist áfram í
myrkrinu með börnin í eftirdragi, og
loksins tókst henni eftir langa mæðu —
að koma þeim fyrir lijá nábúunum — öll-
um nema því, sem veikt var. Enginn vildi
skjóta skjólshúsi yfir vesalinginn veika,
unz kennarann bar þarna að. Hann bauðst
til að taka barnungann, en þá ætlaði fólk-
ið að ærast, — taldi ekkert vísara en
hann bæri veikina í skólann. Þá sneri
hann sér til Betu snikkarans, sem ekki
átli neitt barnið, en hún hélt sig nú ekki
kæra sig um að taka veikan aumingja og
eyðileggja þannig fyrir sér aðfangadags-
kvöldið. Loksins minntist svo presturinn
þess, að Hann, sem minnzt var þetta
kvöld, hafði sagt, að sá, sem gerði góðverk
á hans minnsta bróður, gerði það á hon-
um sjálfum, og þeim kom svo saman um
það, klerki og ráðskonu hans, að skjóta
skjólshúsi yfir veika barnið, að minnsta
kosti þangað til tekizt hefði að gera
hreysi móðurinnar fokhelt á ný.
Jónas snikkari hafði þotið út á götu.
Hann var svo raddsterkur, að rödd lians
skar sig í gegnum veðurdyninn, og í snatri
safnaði liann að sér nágrönnum sinum og
allmörgum iðnaðarmönnum. Þeir komu
dröslandi stigum, verkfærum og borðviði.
Siðan dundi í hömrum og hvein og ískr-
aði í sögum, og alla nóttina var unnið af
kappi við bjarmann frá kyndlum, sem
húnir höfðu verið til í skyndi. Gauragang-
urinn og ónæðið, sem fylgdi athöfnum
Jónasar snikkara og aðstoðarmanna hans,
olli Elísabetu mikilli skelfingu, því eklcert
var fordæmanlegra í liennar augum en
spjöll á helgi hvíldardagsins — og það
sjálfs aðfangadagskvöldsins.
„Hvernig ætti það að geta átt sér stað,
að hlómknapparnir á kirsiberjagreininni
springi út í þessum óskapa hávaða? Og
hvernig ætti maður að geta látið sér til
hugar koma, að Jesúbarnið geti notið
svefns og hvíldar?“ sagði hún við sjálfa
sig.
Þegar tekið var að hringja klukkunum
til miðnættismessu, kváðu enn við ham-
arshöggin frá þakinu á húsi Stínu
klénsa. Og hávaðinn frá hömrum og sög-
um skar sig þannig gegnum vindgnýinn,
meðan söfnuðurinn söng jólasálmana i
kirkjunni, að konurnar urðu skelfingu
lostnar og fengu ekki notið hátíðleikans,
sem hafði gripið þær við að ganga í guðs-
hús á þessari helgu nóttu. En þegar klukk-
urnar kváðu við og boðuðu, ásamt gjall-