Skinfaxi - 01.11.1960, Page 14
110
SKINFAXI
Land furðu og fegurðar.
Frá Arnarstapa.
ins um íþróttir, Guðmundur Guðjónsson,
kennari á Saurum í Helgafellssveit og
Guðmundur Gíslason Hagalín rith.
Formaður flutti skýrslu um störfin á
liðnu ári, og skýrði liann þar frá þvi, að
Stefán Óiafur Jónsson, leiðbeinandi i
starfsíþróttum og forvígismaður þeirra,
liefði farið um héraðið og leiðbeint um
þær, og vænti lians sér góðs af starfi hans.
Þá flutti Sigurður Hclgason ráðunautur
skýrslu um íþróttastarfsemina. Höfðu ver-
ið haldin 11 íþróttamót í héraðinu og
keppendur frá sambandinu mætt á 11
mótum utan héraðsins. Svala Lárusdóttir
úr Snæfelli í Stvkkishólmi setti íslands-
met í hástökki kvenna, og ýmsir hlutu
gull, silfur og eirverðlaun á utanhéraðs-
mótum. Þá ræddi Sigurður um væntan-
legt landsmót á Laugum og um þann
draum sinn að koma upp sumarbúðum
drengja, eins og starfræktar hafa verið í
Noregi. — Gjaldkeri flutti skýrslu um
fjárhag Sambandsins, og voru niðurstöðu-
tölur reikningsins.kr. 37.700.00. Loks flutti
ritari skýrslu, sagði frá sölu Snæfellinga-
Ijóða, sem lekizt hefur mjög vel, og ræddi
um bindindismál. Siðan voru kosnar þess-
ar nefndir: Allsherjarnefnd, fjárhags-
nefnd og löggæzlunefnd, en starfandi
höfðu verið milli þinga íþróttanefnd og
sundlaugarnefnd.
Þá flutti Guðmundur Hagalín erindi um
nytsemi og störf almenningsbókasafna
og skýrði frá, hvað miðað hefði til um-
bóta í þeim málum seinustu árin og
benti á, hve aðrar menningarþjóðir legðu
nú mikla áhrzlu á skipan og starf slíkra
bókasafna.
Ilelztu samþykktir þingsins voru:
Löggæzlumál:
„Þing H.S.H. beinir þeim eindregnu til-
mælum til fjárhagsnefndar á næsta sýslu-
fundi Snæfellsness og Hnappadalssýslu,
að hún sjái sýslusjóði þá þegar fyrir
nægilegum tekjuslofni til þess að hægt sé
að láta gildandi löggæzlusamþykkt koma
til framkvæmda. Þingið telur brýna nauð-
svn lil þess, að reglugerð þessi verði
framkvæmd, og álítur, að það, sem fyrst
þurfi að gera, sé að þjálfa menn til lög-
Stykkishólnuir fyrir 60 árum.