Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1966, Qupperneq 6

Skinfaxi - 01.04.1966, Qupperneq 6
íþróttamálum, sem fer fram á þeirra vegum víðs vegar um land. Þingið skorar á ungmennafélögin að vera vel á verði um hlutverk sitt. Æskulýðsmálanefnd Þingið fagnar því, að menntamálaráð- herra hefur skipað æskulýðsmála- nefnd. Væntir þingið þess, að nefndin ljúki störfum hið fyrsta. Félagslegt uppeldi í skólum Þingið telur, að leggja beri meiri áherzlu á félagslegt uppeldi æskufólks í skólum landsins en gert er. I því sambandi vill þingið benda á: 1) Að í menntun kennara verði lögð áherzli á að kennararnir geti orð- ið góðir leiðbeinendur nemenda sinna á sviði félagsmála. 2) Að skólunum verði sköpuð þau ytri skilyrði, er auðveldi félagsstörf, t. d. hvað húsakost snertir og aukna starfskrafta. 3) Að námsskrá skólanna verði ætl- aður tími til þessa þáttar skólastarf- sins. Þingið skorar á Alþingi og ríkis- stjórn og aðra aðila, er þar um f jalla, að efla skóla- og uppeldisstarf í landinu á sem víðtækustum vettvangi. Sé haft í huga að skapa íslenzkum æskulýð sem jöfnust mennta- og þroskaskilyrði í bæjum og sveitum landsins. Félagsheimilasjóður Þingið beinir þeirri áskorun til ríkis- stjórnar íslands að láta nú þegar end- urskoða löggjöf um Félagsheimilasjóð með það fyrir augum að skipuleggja betur aðstoð við slíkar byggingar og bæta úr því ófremdarástandi, er ríkir, að Félagsheimilasjóður skuldar félags heimilum víða um land stórfé. Skapar það fátækum félögum, sem ráðizt hafa í byggingu félagsheimila, mjög erfiðar fjárhagsástæður til heilbrigðs félags- starfs. I sambandi við þá endurskoðun óskar þingið að leitað verði til UMFÍ. Þingið treystir því, að ríkisstjórnin 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.