Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1966, Síða 9

Skinfaxi - 01.04.1966, Síða 9
Sambandsstjórn UMFÍ, sem kjörin var á síðasta sambandsþingi. Fremri röð frá vinstri: Guðjón Ingimund- arsson, Eiríkur J. Eiríksson (formaður), Ármann Pétursson. Aftari röð: Sigurður Guðmundsson, Hafsteinn Porvaldsson og Jóhannes Sigmundsson. ákvarðanir þar sem tekjur sambands- ins eru mjög óvissar, og lítur svo á, að eðlilegast sé, að sambandsstjórn fjalli um þau mál og ráðstafi þeim fjármun- um, sem sambandinu kunna að hlotn- ast eða hefur ráð á hverju sinni. TIL KAUPENDA SKINFAXA Undanfarin ár hafa verið nokkrir erfiðleikar á útgáfu blaðsins, og hefur því miður ekki tekizt að halda blaðinu úti reglulega. Á síðasta ári var hafizt handa um að koma útgáfunni í reglulegt horf, og þótt erfiðlega hafi gengið, hefur enginn árgangur fallið alveg niður. Á síðasta ári komu út 4 númer af ritinu, eins og til er œtlazt, en þessi númer voru í tveimur heftum. — Nú er málum komið 1 svo gott horf, að hægt er að heita kaupendum því að út komi reglulega fjögur hefti af ritinu árlega. — Ungmennafélagshreyfingunni er það höfuðnauðsyn að hafa trygga og reglulega útgáfu á málgagni sínu, og öllum má ljóst vera að fjögur hefti á ári er algert lágmark. Þessvegna verður hiklaust stefnt að því að stækka blaðið sem fyrst eða fjölga árlegum heftum. — Málgagni UMFÍ er það lífsnauðsynaðhafa sem bezt tengsl við lesendur sína, og þá fyrst og fremst við hina starfandi ungmennafélaga í öllum byggðum landsins. Þessvegna hvetjum við þá alla til að láta okkur frá sér heyra, senda efni til blaðsins, tjá okkur álit sitt á blaðinu og koma með tillögur um betra efni eða betra fyrirkomulag. — Við heitum ykkur reglulegri útkomu ritsins, og vegna þess að við erum þess fullvissir að efndir verði á því loforði, hefur innheimta á áskriftagjöldum nú verið hafin. Við biðjum ykkur vinsamlegast að gera skil hið fyrsta. — Ungmennfélagar! Skinfaxi er ykkur málgagn. Takið höndum saman um að gera hann að máttugu málgagni fyrir hreyfingu ykkar. Aflið ritinu nýrra áskrifenda og leggið honum allt það lið sem þið megið Ritstj. SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.