Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1966, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.09.1966, Blaðsíða 13
frá sambandsþingi Hér á eftir er greint frá helztu atriðum í skýrslu stjórnar UMFÍ, sem lögð var fyrir sambandsráðsfundinn á Sauðárkróki 25. september. Skýrslan nær yfir tímabilið frá síðasta sambandsþingi UMFÍ, sem haldið var á Laugarvatni 1. og 2. júlí 1965. Skrifstofan Skrifstofa UMFÍ var flutt í Lindarbæ, Lindargötu 9, frá Hjarðarhaga 26 þar Sem hún hafði verið um skeið. Skrif- stofan var opin alla virka daga nema laugardaga frá kl. 5—7. Skúli Þor- steinsson lét af störfum 31. júlí ’65 og fól stjórnin gjaldkera sambandsins Ár- ^anni Péturssyni umsjón skrifstofu °g framkvæmdamála frá sama tíma. Áð öðru leyti hefir stjórnin öll unn- meira og minna að einstökum mál- um, heimsótt ársþing héraðsambanda skipt með sér þeim störfum eftir ^stæðum hverju sinni. Þá hefur Úlfar Ármannsson, formaður Ums. Kjalar- ^sþings, unnið í skrifstofunni til að- stoðar sambandsstjórn og í forföllum Sjaldkera. Hefir hann aðallega unnið útsendingu Skinfaxa, söfnun aug- lýsinga í hann og innheimtu áskriftar- sKINFAXI gjalda auk annarra almennra skrif- stofustarfa. Hefur skrifstofan annazt margvíslega fyrirgreiðslu fyrir hérað- samböndin, einstök ungmennafélög og einstaklinga sem hafa leitað til henn- ar. Landsmótið að Laugarvatni 1965 Óhætt mun að fullyrða að landsmótið að Laugarvatni hafi verið ein stærsta og glæsilegasta íþrótta og æskulýðs- hátíð sem nokkru sinni hefir verið haldin hérlendis. Fór þar saman gott veður, mikill mannfjöldi og góður und- indirbúningur og framkvæmd mótsat- riða. Þátttaka og framkoma mótsgest- anna var með slíkum ágætum að þess mun lengi minnst. Mjög ýtarleg skýrsla var gefin út um þetta glæsilega mót og hún send sambandsaðilum og starfsmönnum mótsins, svo og einnig 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.