Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1966, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.09.1966, Blaðsíða 26
hríð eða lymskufull fyrirsát, allt eftir því hvert skapferli leikmanna er. lívo.utveggja getur orðið hinskemmti- legasta leikaðferð fyrri áhorfendurna. Inn’skóakast Það er víða gömul og þjóðleg skemmt- un að cpá fyrir nýju ári á gamansam- an hátt á gamlárskvöld. Hér kemur einn leikur af því tagi. Sá, sem vill spyrja véfréttina, sezt flötum beinum við opnar dyr og snýr baki í þær. Yfir tærnar á öðrum fæti hans er lagður inniskór, og skónum á spyrjandinn síðan að kasta með fæt- inum yfir höfuð sér þannig að hann komi niður hinu megin við þröskuld- inn. Síðan framkvæma viðstaddir ná- kvæma skoðun á stöðu inniskóarins, og ráða þannig svar véfréttarinnar. Liggi skórinn þannig, að táin viti að dyrunum, boðar það góðar horfur í einkafjármálum og verzlunaráformum spyrjandans. Snúi hællinn hinsvegar að þröskuldinum, er útlitið ískyggi- legra, en þó bætir það nokkuð úr skák, ef sólinn snýr upp. Lauma Að lokum er hér svo einn gamall is- lenzkur leikur, sem forfeður vorir hafa skemmt sér við öldum saman, og er hann þannig orðréttur i safni þeirra Jóns Árnasonar og Ólafs Daviðssonar: Þessum leik er svo skipað, að þeir, sem leika, sitja í hring sem þéttast þeir meiga. Allir halda þeir höndum fyrir aftan bakið, og einn heldur á ein- hverju í höndunum. Einn maður stendur innan í rniðjum hringnum. Réttir nú sá, er á hlutnum heldur, hann næsta manni og svo hver að öðr- um, en það er fimleikur þeirra, að láta enga hreyfingu sjást á handleggjun- um, því sá sem er í miðjum hringnum, á að hitta á, hvar hluturinn er, og er það vinningurinn að verða fyrstur að hitta það. Þennan leik má bæði hafa úti og inni og í honum geta verið svo margir sem vilja. Sumir kalla leik þennan músarleik og enn aðrir húfuleik, en þá dregur hann nafn af því, að leikendur sitja í hring á velli eða fleti, réttum beinum og setja upp hnén. Halda þeir þá hönd- unum undir hnjám sér og rétta hlut- inn, sem á er oftast húfa, undir hnjá sér, hver að öðrum. 26 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.