Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1966, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.09.1966, Blaðsíða 16
Má segja, að þrátt fyrir ótrúlega erf- iðleika horfir nú betur en oft áður með, að unnt verði að bæta skemmt- analífið að miklum mun. Skák og bridge var iðkað af kappi í ungmenna- félögunum og hefir sú starfsemi auk- ist að miklum mun hin síðari ár. Landskeppni í skák innan UMFf er nú í undirbúningi. Þegar fastar reglur hafa verið settar um svæðaskiptingu til landskeppni í íþróttum o.fl. innan UMFf mun verða unnt að hefjast handa. Dómaranámskeið í bréfaskóla Stjórn UMFÍ hefir athugað að gera til- raun til þess að bæta úr dómara og leiðbeinendaskorti í íþróttum, og þá helzt knattleikjum og starfsíþróttum, með því að stofna til bóklegra nám- skeiða um bréfaskóla. Hefir verið rætt við forráðamenn bréfaskóla SÍS og ASÍ um að annast þessa kennslu þegar kennslubréf liggja fyrir. Bréfaskólinn er reiðubúinn til þess að sinna þessu fræðslustarfi nú á vetri komanda og hafa sérsamböndin Knattspyrnusamband íslands, Hand- knattleikssamband íslands, Körfu- knattleikssamband íslands tjáð sig reiðubúin til samstarfs um þetta mál, og hafa þau hvert um sig tilnefnt kunnáttumann til að semja kennslu- bréfin hvert í sinni grein. Eru það þeir Karl Guðmundsson frá KSÍ, Guðjón Magnússon frá KKÍ og Karl Benedikts- son frá HSÍ. Saga UMFl Ritstjóri að sögu UMFÍ Andrés Krist- jánsson ritstjóri, vinnur nú af kappi að því að ljúka ritun sögu UMFÍ í samráði við sérstaka útgáfunefnd sem starfað hefur um árabil. Mun fullgert handrit liggja fyrir til útgáfu um næstu áramót. Stefnir nefndin að því að unnt verði að gefa söguritið út á næsta ári í tilefni af 60 ára afmæli UMFÍ. Sjóm UMFÍ. Áskorun til áskrifenda Þeir áskrifendur Skinfaxa, sem eru í skuld við ritið, eru vinsamlegast beðnir um að gera nú þegar skil til skrif- stofu UMFÍ, Lindargötu 7, Pósthólf 406, Reykjavík. Stjórn UMFÍ 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.