Skinfaxi - 01.09.1966, Blaðsíða 7
RÆTT VTÐ INGVA ÞORSTEINSSON MAGISTER
Ingvi Þorsteinsson
Gróðurvernd
og
landgræðsla
Flestir munu kannast við frásögn Ara
fróða um að ísland hafi verið „viði
vaxið milli fjalls og fjöru“, þegar
íandsmenn tóku að flytjast hingað fyr-
ir nærri 1100 árum. Þótt sá skógur
hafi ekki allur verið hávaxinn, telja
sérfræðingar sannanlegt, að 50—60%
af yfirborði landsins hafi verið gróið
land á landnámsöld. Ógróin svæði
voru þá aðeins 25—30% af landinu.
Nú geta allir sem vilja, sannfærzt
um þá staðreynd, að gróin svæði á
Islandi nema aðeins 25 prósentum af
yfirborði landsins, en gróðursnauðu
svæðin eru orðin 55—60% af yfir-
boi-ðinu eða meira en helmingi víð-
áttumeiri en en gróðurlendið. Þannig
hefur auðnin stækkað um helming síð-
an á landnámsöld. Þar við bætast þau
svæði, sem jöklar, ár og vötn hylja, og
þekur því gróður aðeins fjórðung Is-
lands í dag.
Hvað hefur orðið af skóginum,
gróðrinum og jarðveginum?
— Óblíð veðrátta, eldgos og jökul-
hlaup hafa átt sinn þátt í eyðingunni,
en íbúar landsins, bæði menn og bú-
fé, eiga þar þó drýgstan þátt. Þegar
búið var að fella skóginn, var horfið
það skjól, sem hlífði lágvaxnari gróðri
og sú vörn þrotin, sem skógurinn veitti
gegn veðrum og vindum og vatnsgrefti
í jarðveginum.
Síðan hefur gróðurinn og jarðvegur-
inn verið að fjúka og renna undan fót-
um Islendinga. Gróðrinum á hálendinu
hafa landsmenn heldur ekki hlíft. Hon-
um eyddu þeir með ofbeit sauðfjár.
Eftir standa naktar klappir, auðir
melar, urð og grjót.
Þetta er saga hinnar óhugnanlegu
rányrkju á Islandi.
Við skulum þó fara varlega í að saka
forfeður okkar um að hafa rányrkt
iandið. Erlent vald og áþján, ásamt
þekkingarskorti, sem þessu fylgdi, bjó
þeim ekki önnur örlög en þau, að
verða að berjast upp á líf og dauða
SKINFAXI
7