Skinfaxi - 01.09.1966, Blaðsíða 24
LEIKIR OG SKEMMTAN
Flöskudans
6—8 tómum flöskum er raðað í röð á
gólfið með jöfnu millibili. Leikstjóri
biður einhvern samkvæmisgestann að
gefa sig fram, sem treystir sér til að
stíga yfir flöskurnar með bindi fyrir
augum, án þess að fella nokkra þeirra.
Meðan verið er að binda tryggilega
fyrir augun á sjálfboðaliðanum taka
tveir til kvaddir trúnaðarmenn flösk-
urnar snarlega burtu. Síðan leggur
,,flöskudansarinn“ af stað. Með var-
færni og hjákátlegum hreyfingum
leggur hann sig fram um að stíga yfir
hverja ímyndaða flösku af annarri, og
áhorfendur hvetja hann með uppörv-
unarópum og kátínu.
Ef áformað er að láta fleiri fórnar-
dýr dansa flöskudansinn, verður að
loka þau inni í sérstöku herbergi áður
en gamanið hefst, og verður leikstjóri
að sjá svo um, að þeim berist engin
njósn af þeim brögðum, sem beitt er.
Diskaleikur
Þetta er e.t.v. nokkuð glannafenginn
leikur, en menn hafa oft ekki vílað
fyrir sér að grípa til hans á gamlárs-
kvöldsskemmtunum. Hið saklausa
fórnarlanmb í leiknum kemst tæplega
hjá því að fá sér steypibað í spariföt-
unum.
Einn gárungi í hópnum lýsir yfir
því, að hann geti neglt eða límt súpu-
disk eða ávaxtaskál fulla af vatni við
loftið í stofunni. Hann velur sér að-
stoðarmann, og fær honum kúst sem
hjálparverkfæri. Síðan kemur „diska-
meistarinn" með smástiga eða stól og
súpudiskinn. Þegar hann hefur klifrað
upp á upphækkunina þrýstir hann
diskinum varfærnislega að loftinu og
biður aðstoðarmanninn að ýta með
kústsskaftinu á botninn á diskinum og
24
SKINFAXI