Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1966, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.09.1966, Blaðsíða 21
Frá Glímusambandi Islands Ársþing Glímusambans íslands var haldið í Reykjavík 23. október s.l. og sett af formanni sambandsins, Kjart- ani Bergmann Guðjcnssyni. I upphafi fundarins minntist for- maður þriggja kunnra glímumanna, þeirra Helga Hjörvars, Eggerts Krist- jánssonar og Erlings Pálssonar. Formaður gaf skýrslu um starfsemi sambandsins á s.l. starfsári, en hún var mjög fjölþætt og mörg mál í at- hugun til eflingar glimuíþróttinni í landinu. Ymis mál voru tekin til umræðu og afgreidd á glímuþinginu. Meðal ann- Sjórn Glímusambands íslands. Fremst frá vinstri: Sigurður Geirdal, Kjartan Bergmann form. og Sigurður Erlendsson. Aftar: Sig- tryggur Sigurðsson og Ólafur Óskarsson. SKINFAXI ars var samþykkt merki fyrir Glímu- sambandið. Rætt var um reglugerð fyrir íslands- glímuna og Grettisbeltið, sem stjórn Glímusambandsins hafði lagt fyrir glímuþingið. Var reglugerðinni, að lokinni umræðu, visað til stjórnar Glímusambandsins til nánari athugun- ar og staðfestingar. Samþykkt var til- laga um að skora á héraðasamböndin, að þau beiti sér fyrir því að koma á sveitaglímu í sínu héraði milli hér- aða. Samþykkt var tillaga um að stjórn Glímusmambandsins vinni að aukinni glímukennslu í skólum, og þá sérstak- lega með tilliti til héraðsskóla. Kosin var milliþinganefnd til að endurskoða glímulögin. Nefndin er skipuð þessum mönnum: Þorsteinn Einarsson, formaður, Hafsteinn Þor- valdsson, Ólafur H. Óskarsson, Sig- tryggur Sigurðsson, Sigurður Sigur- jónsson. 1 glímudómstól voru þessir menn kjörnir: Sigurður Ingason, Ólafur H. Óskarsson, Sigurður Sigurjónsson. Stjórn Glímusambandsins var öll endurkjörin, en hana skipa þessir menn: Kjartan Bergmann Guðjónsson, Reykjavík, formaður. Meðstjórnend- ur: Sigurður Erlendsson, Vatnsleysu, Biskupstungum, Sigtryggur Sigurðs- son, Reykjavík, Ólafur H. Óskars- son, Reykjavik, Sigurður Geirdal, Kópavogi. Til vara: Sigurður Ingason, Reykjavík, Valdimar Óskarsson, Reykjavík, Elías Árnason, Reykjavík. 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.