Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1966, Page 21

Skinfaxi - 01.09.1966, Page 21
Frá Glímusambandi Islands Ársþing Glímusambans íslands var haldið í Reykjavík 23. október s.l. og sett af formanni sambandsins, Kjart- ani Bergmann Guðjcnssyni. I upphafi fundarins minntist for- maður þriggja kunnra glímumanna, þeirra Helga Hjörvars, Eggerts Krist- jánssonar og Erlings Pálssonar. Formaður gaf skýrslu um starfsemi sambandsins á s.l. starfsári, en hún var mjög fjölþætt og mörg mál í at- hugun til eflingar glimuíþróttinni í landinu. Ymis mál voru tekin til umræðu og afgreidd á glímuþinginu. Meðal ann- Sjórn Glímusambands íslands. Fremst frá vinstri: Sigurður Geirdal, Kjartan Bergmann form. og Sigurður Erlendsson. Aftar: Sig- tryggur Sigurðsson og Ólafur Óskarsson. SKINFAXI ars var samþykkt merki fyrir Glímu- sambandið. Rætt var um reglugerð fyrir íslands- glímuna og Grettisbeltið, sem stjórn Glímusambandsins hafði lagt fyrir glímuþingið. Var reglugerðinni, að lokinni umræðu, visað til stjórnar Glímusambandsins til nánari athugun- ar og staðfestingar. Samþykkt var til- laga um að skora á héraðasamböndin, að þau beiti sér fyrir því að koma á sveitaglímu í sínu héraði milli hér- aða. Samþykkt var tillaga um að stjórn Glímusmambandsins vinni að aukinni glímukennslu í skólum, og þá sérstak- lega með tilliti til héraðsskóla. Kosin var milliþinganefnd til að endurskoða glímulögin. Nefndin er skipuð þessum mönnum: Þorsteinn Einarsson, formaður, Hafsteinn Þor- valdsson, Ólafur H. Óskarsson, Sig- tryggur Sigurðsson, Sigurður Sigur- jónsson. 1 glímudómstól voru þessir menn kjörnir: Sigurður Ingason, Ólafur H. Óskarsson, Sigurður Sigurjónsson. Stjórn Glímusambandsins var öll endurkjörin, en hana skipa þessir menn: Kjartan Bergmann Guðjónsson, Reykjavík, formaður. Meðstjórnend- ur: Sigurður Erlendsson, Vatnsleysu, Biskupstungum, Sigtryggur Sigurðs- son, Reykjavík, Ólafur H. Óskars- son, Reykjavik, Sigurður Geirdal, Kópavogi. Til vara: Sigurður Ingason, Reykjavík, Valdimar Óskarsson, Reykjavík, Elías Árnason, Reykjavík. 21

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.