Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1967, Síða 23

Skinfaxi - 01.04.1967, Síða 23
arsson verði fararstjóri og stjórnandi glímuflokksins. Landsliðsnefnd mun sjá um val þeirra glímumanna, sem í flokknum verða og taka ákvarðanir um samæf- ingar. í nefndinni eru þorsteinn Ein- arsson, Hafsteinn Þorvaldsson og Rögnvaldur Gunnlaugsson. Það eru tilmæli Glímusambandsins, að stjórnir héraðssambandanna taki þetta mál til athugunar og hvetji glímumenn innan sinna vébanda til æfinga, því einungis verða valdir til þessarar ferðar mjög vel æfðir glímu- menn. Glímusamband íslands hefur látið búa til sérstaka glímuskó, sem það hefur löggilt sem keppnisskó. Skór þessir eru búnir til hjá skóverksmiðj- unni Iðunni á Akureyri. Skórnir eru seldir í Skósölunni, Laugavegi 1, Reykjavík. Verð þeirra er kr. 415,00. Einnig munu skórnir fást í afgreiðslu skóverksmiðjunnar Ið- unnar á Akureyri. Skórnir fást í svört- um, hvítum, rauðum og bláum lit. Glímusambandið hvetur glímu- menn til að eignast glímuskóna sem allra fyrst. Þá vill Glímusambandið benda á, að hin löggiltu glímubelti fást á Laugaveg 30, hjá Hannesi Halldórs- syni. Þar fást einnig drengja- og ung- lingaglímubelti. SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.