Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1967, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.04.1967, Blaðsíða 23
arsson verði fararstjóri og stjórnandi glímuflokksins. Landsliðsnefnd mun sjá um val þeirra glímumanna, sem í flokknum verða og taka ákvarðanir um samæf- ingar. í nefndinni eru þorsteinn Ein- arsson, Hafsteinn Þorvaldsson og Rögnvaldur Gunnlaugsson. Það eru tilmæli Glímusambandsins, að stjórnir héraðssambandanna taki þetta mál til athugunar og hvetji glímumenn innan sinna vébanda til æfinga, því einungis verða valdir til þessarar ferðar mjög vel æfðir glímu- menn. Glímusamband íslands hefur látið búa til sérstaka glímuskó, sem það hefur löggilt sem keppnisskó. Skór þessir eru búnir til hjá skóverksmiðj- unni Iðunni á Akureyri. Skórnir eru seldir í Skósölunni, Laugavegi 1, Reykjavík. Verð þeirra er kr. 415,00. Einnig munu skórnir fást í afgreiðslu skóverksmiðjunnar Ið- unnar á Akureyri. Skórnir fást í svört- um, hvítum, rauðum og bláum lit. Glímusambandið hvetur glímu- menn til að eignast glímuskóna sem allra fyrst. Þá vill Glímusambandið benda á, að hin löggiltu glímubelti fást á Laugaveg 30, hjá Hannesi Halldórs- syni. Þar fást einnig drengja- og ung- lingaglímubelti. SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.