Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1973, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.02.1973, Blaðsíða 3
Ttmarit Ungmennafélags íslands — LXIV. árgangur — 1. hefti 1973 — Ritstjóri Eysteinn Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á ári hverju Byggðaþróun — byggðastefna Menn velta því stundum fyrir sér, hvaða þættir það eru helzt sem ráða ákvörðunartöku manna þegar þeir velja sér og sinni fjölskyldu stað til búsetu. Þar koma til allmargir sam- verkandi þættir í flestum tilfellum, þótt einstaka þeirra geti að visu verið svo veigameiri en aðrir við ákvörðun einstaklingsins. Þá er það ekki síður ihugunarefni í öllu þessu tali um byggðaþróun og bygðastefnur, hversu hægt gengur að þoka málefnum lands- byggðarinnar áfram, það er að segja fram- kvæmd byggðarstefnunnar. Velvilji allra stjórnmálaflokka virðist vera til staðar, og stjórnmálamenn tala fögrum orðum um „jafnvægi í byggð landsins", sér í lagi þeg- ar höfða þarf til dreyfbýlisins í atkvæðaöflun. Er þá aðstöðumunurinn eins mikill og af er látið, er þörf á að jafna metin? Vissulega er jafnvægisþörfin fyrir hendi í okkar landi, þar sem heil byggðarlög, jafnvel landshlutar, eru á stundum algjörlega afskiptir um ýmis félags- og menningarlega þjónustu, sem í nútíma þjóð- félagi verður að flokkast undir frumþarfir ein- staklingsins. Hér má nefna húsnæði, menntun- araðstöðu og heilbrigðisþjónustu, að maður SKINFAXI tali nú ekki um ýmsa félagslega þjónustu aðra og aðstöðu. Á sama tíma fjölgar fólki stöðugt á stór-Reykjavíkursvæðinu, og öll þjónusta eykst einnig, svo og aðstaða til afkomu, fast- eignir í tvöföldu og þreföldu verði miðað við ýmsa aðra landshluta og annar aðstöðumun- ur eftir þvi. Getur fálagshreyfing eins og ungmennafél- ögin lagt eitthvað af mörkum með starfsemi sinni til þess að snúa þessari óheillaþróun við? Forustumenn bæjar- og sveitarfélaga telja tvímælalaust að svo sé og hafa ótvírætt sýnt það í verki, með beinum og óbeinum fjárstuðn- ingi við félögin, samhliða þvi að fela þeim hlutverk æskulýðsráða og styrkja þau til starfa sem slík. UMFÍ hefur ákveðið að framkvæma sína byggðastefnu í ár, með stórauknu útbreiðslu- starfi, félagsmálakynningum i skólum, heim- sóknum á þing og fundi félaganna og héraðs- sambandanna um land allt, og síðast en ekki sizt aukinni fyrirgreiðslu við sambandsfélögin fró aðal-skrifstofu samtakanna i Reykjavík. H. Þ. 3 LAHDSBOKASAFH 3128J 3 I3LAKDS

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.