Skinfaxi - 01.02.1973, Blaðsíða 4
FORSÍÐUMYNDIN
cr tekin á íslandsmeistaramótinu í blaki
í vetur. Það eru piltar úr Umf. Hvöt sem
eru í hvítum bolum og blaka knettinum
vfir netið. Þrír úr liði íþróttafélags
Menntaskólans á Akureyri eru í hávörn
við netið. Á töflunni í baksýn rná sjá að
norðanmenn eru komnir með fleiri stig
þegar mvndin er tekin. Það vom samt
Hvatar-piltamir sem sigruðu og urðu ís-
landsmeistarar. Á bls. 8—10 er viðtal
við formann Blaksambands íslands, AI-
bert H. N. Valdimarsson.
GETRAUNIR
Ungmennafélögin og héraðssamböndin
fengu rúmlega 1,7 milljónir króna í tekj-
ur af sölu knattspvrnugetraunaseðla á ár-
inu 1971. Þessi fjáröflunarleið krefst
vinnu og góðrar skipulagningar, en gef-
ur líka nokkuð ömggar tekjur í aðra
hönd. Ungmennafélagar eru hvattir til að
kynna sér fróðlegt yfirlit um þessa starf-
semi hjá aðilum innan UMFÍ á bls. 21—
25 í þessu blaði.
Guðmundur til Skarphéðins
HSK hefur nú tryggt sér Guðmund
Guðmundsson sem fastan starfsmann
næsta árið a. m. k. Guðmundur var í
fyrrasumar framkvæmdastjóri HSH og
þar áður hjá UMSK. Hann lýkur kenn-
araprófi nú í vor. Skarphéðinsmenn hrósa
happi yfir að hafa fengið Guðmund sem
framkvæmdastjóra, enda er hann einn af
reyndustu og traustustu starfsmönnum
hrevfingarinnar.
Viöavangshlaup UMSK 197.3
Víðavangshlaup UMSK 1973 var hald-
ið i Mosfellssveit miðvikudaginn 28. marz
kl. 18.30.
í flokki karla sigraði Ágúst Ásgeirsson
ÍR á 5:27,4 mín, annar varð Einar Ósk-
arsson Breiðabliki eftir harða baráttu
við Ágúst Ásgeirsson, tími Einars var
5:27,8 mín. Þriðji varð Erlingur Þor-
steinsson Stjörnunni á 5:35,7 mín.
í kvennaflokki sigraði Ragnhildur
Pálsdóttir Stjörnunni, hljóp hún á 4:36,8
mín, önnur varð Lynn Ward Englandi á
4:39,9 og þriðja Sólveig Pálsdóttir Stjörn-
unni, hljóp á 5:36,0.
Drengir yngri en 12 ára hlupu með
konum. Fyrstur varð Kristján Kárason
Aftureldingu, hljóp á 5:02,5 min.
4
SKINFAXI