Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1973, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.02.1973, Blaðsíða 14
Guðmundur Þórarinsson: Nokkur atriði varðandi kennslu viðbragðs í spretthlaupi Viðbragðið er einna mikilvægasti þáttur spretthlaupsins, og það, sem tap- ast í því, vinnst aldrei upp aftur í hlaup- ■inu, ef hlaupararnir eru jafn sterkir hlauparar. Því er það hlauparanum mjög nauð- synlegt, að ná snöggu viðbragði, hröðu og vel útfærðu, sem skili honum ó- spenntum í eðlilega h'Iaupalegu eins fljótt og auðið er og á eins miklum hraða og hægt er. Þetta hefst ekki nema að staða við- bragðsins og viðbragðið sjálft séu þaul- æfð, nánast orðin vélræn, en slíkt fæst varla fyrr en eftir hundruð endurtekn- inga á viðbragðinu. FYRIRSÖGNIN. Mjög gott getur verið að hafa eftir- farandi hátt á við kennslu viðbragðsins, þegar verið er að kenna byrjendum. a) Bvrjað er á að gera þeim kunnar fyrirskipanir viðbragðsins: „Takið ykkur stöðu — viðbúnir — hlaup“, og þeim kennt að fara eftir þeim. Þetta er auðveldast að gera með því að láta þau í upphafi taka nokkur stand- andi viðbrögð, bæði til þess að venja þau við fyrirskipanir, og eins til að gera þeim Ijósa helgi ráslínunnar. Að eng- inn megi snerta ráslínuna, né vera fram- an við hana, fyrir viðbragðsmerkið, jafn- framt þvi sem þeim er gert Ijóst að þau megi halla sér yfir hana. Ekki er nauðsynlegt að segja alltaf „hlaup“, þegar hlaupa á af stað. Nota má ýmis önnur orð eða hljóð, svo sem „hebb“ — „nú“ — lófaklapp — slegið saman málmum — flautu eða eitthvert annað snöggt hljóð og svo auðvitað skot. Eina skilyrðið er að hljóðið sé snöggt og að hlaupararnir viti hvaða liljóð verði notað. Ef ranglega er brugðið við — þjóf- start hefur orðið — þarf að kalla hlaup-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.