Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1973, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.02.1973, Blaðsíða 18
Einn ágætasti merkisberi íslenzkrar íþróttahreyfingar, Frímann Helgason, lézt 2. desember s. 1. Fráfall hans bar brátt að, og fréttin um það var reiðar- slag fyrir alla, sem hann þekktu. Það er erfitt að sætta sig við að slíkur maður skuli hverfa af vettvangi okkar um aldur fram. Frímann á óvenju afkastamikinn og farsælan íþróttaferil að baki. Um langt árabil var hann einn af fræknustu knattspyrnumönnum landsins og mjög fjölhæfur íþróttamaður. Hann var lengi í stjóm knatjtspyrnufélagsins Vals og formaður þess í mörg ár, og í 15 ár sat hann í stjóm ÍSÍ. Þá má ekki gleyma giftudrjúgu starfi hans meðal ungling- anna í Val, en slíkt starf er sjaldan í há- vegum haft. Þá er enn ótalinn sá þáttur í íþróttastarfi Frímanns sem lengst mun halda nafni hans á lofti, en það em í- þróttaritstörf hans. Hann er fyrsti mað- urinn sem ritar reglulega um íþróttir í blöð á íslandi, og því starfi hélt hann á- fram í 30 ár án hvíldar. Þetta var alltaf aukastarfi, sem hann vann utan langs vinnutíma í daglegu brauðstriti. Það var hinn 20. nóvember 1938 að fyrsta íþróttasíðan birtist í Þjóðviljan- um undir stjórn Frímanns. Lengst af vann hann það starf einn, en þegar blað- ið stækkaði og íþróttirnar efldust unnu aðrir í samvinnu við hann að þessu verki. Undirritaður starfaði með honum í nokkur ár, og þegar Frímann hafði verið íþróttafréttamaður í aldarfjórð- ung, átti ég við hann viðtal sem birtist í Þjóðviljanum 8. des. 1963. Ég hafði alltaf ímyndað mér að Frímann hefði verið íþróttamaður frá blautu barns- beini, en það kom á daginn að hann var kominn yfir tvítugt þegar hann hóf í- þróttaæfingar. Því ollu atvinnuaðstæður hans, lífsbaráttan sjálf. Kornungur gerð- ist hann sjómaður á vélbátum í Vest- mannaeyjum og síðar á togurum. I tog- araverkfallinu 1929 réði hann sig í vinnu í landi, og skömmu síðar hófst hinn frægi knattspymuferill lians í Val, en hann Iék með meistaraflokki félagsins til 39 ára aldurs. Frímann Helgason fæddist að Litlu- Heiði í Mýrdal árið 1907 og á upp- vaxtarárum sínum í Mýrdalnum lærði hann að synda í Dyrhólaósi. Sundíþrótt- in átti eftir að bjarga lífi hans, því hann var einn þeirra 10 sem komust af er tog- 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.