Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1973, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.02.1973, Blaðsíða 11
SAMTÍÐ OG FRAMTÍÐ Að selja landið Það er stefna stjórnvalda á íslandi að auka stöðugt straum erlendra ferða- manna til landsins, og aukningin mun nú nema um 15% á ári. Það hefur lengi ver- ið klifað á nauðsyn þess að örva þennan straum sem mest. Stjórnvöld og fjölmiðl- ar mega vart vatni halda af hrifningu yf- ir því að erlendir túristar skuli láta svo lítið að vilja meta einhvers íslenzka nátt- úrufegurð. Áður hefur hér í þessum þáttum verið minnzt á hættuna sem fylgir því að út- lendingar skuli geta darkað um óbyggðir landsins eftirlitslausir og ábyrgðarlausir. lekjur sem nokkrir gróðaaðilar fá af þessum ferðamönnum, eru óverulegar miðað við það „tap“ sem landið og nátt- ura þess verður fvrir. Það tap vex um meira en 15% á ári, ef svo heldur fram sem horfir. Sem betur fer er fólk nú al- mennt að vakna til vitundar um um- hverfismál og skilnings á náttúruvernd. Hinir einsýnu ferðamálaagentar þrjózk- ast við, en jafnvel stjórnvöld viðurkenna að óspillt náttúra landsins sé dýrmætari krónutölunni. Náttúra landsins er við- kvæmari en svo að hún þoli síaukna ör- h'öð. Óbyggðir landsins eru verðmætast- ar, ef þær fá að vera lausar við mengun °g skemmdir lífsþægindatækninnar. Náttúruunnendur og útlífsfólk binda miklar vonir við hið nýskipaða nátt- uruverndarráð og friðunaraðgerðir þær, seni það hefur þegar beitt sér fyrir. Hér verður aðeins minnzt á eitt merkt fram- lag í umræðu síðustu mánaða um þessi mál, en það er grein Vilhjálms Lúðvíks- sonar efnaverkfræðings, „Að selja land- ið“, sem birtist í Morgunblaðinu 10. des. s. 1. I grein sinni ræðir hann m. a. nýtt verðmætamat manna, sem byggist á vaknandi hugsun um umhverfismál. Menn verða „í æ ríkari mæli að meta hluti, sem hingað til hafa verið taldir ómetanlegir" “. Vlenn kjósi t. d. íslenzkt umhverfi og lægri laun fremur en hærri laun í menguðu umhverfi iðnríkjanna. „Slíkar hugmyndir eru nú víða uppi og ahnennt er viðurkennt, a. m .k. í orði, að velferð mannsins er að miklu leyti háð öðrum aðstæðum en hinum efna- legu, og eru þar ómengað umhverfi, at- hvarf í óspilltri náttúru og tækifæri til útilífsiðkana ofarlega á blaði. Samkvæmt þessu getur verndun ákveðins lands- svæðis eða náttúrufyrirbæris verið jafnmikilvægt markmið til velferðarauka og það að virkja vatnsfall á þessu sama svæði, reisa mannvirki eða ráðstafa því á annan hátt til að auka almenna velferð í hefðbundnum efnahagslegum skiln- ingi.“ í sambandi við hina skefjalausu ásókn í aukningu ferðamannastraumsins á kostnað landsgæða og ómengaðrar nátt- úru segir Vilhjálmur m. a.: ,,í raun og veru erum við nú tekin að selja erlendum ferðamönnum frá þróuð- um þjóðum þau lífsgæði, sem þessar þjóðir hafa fórnað og eyðilagt í leit að efnalegri velferð. Um leið og við seljum SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.