Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1973, Side 10

Skinfaxi - 01.02.1973, Side 10
Yfirlitsmynd af leikvelli og útbúnaði í blaki. Blak er hægt að iðka í flestum félagslieimil- um landsins. — Það má segja að þau sinni henni lítið enn sem komið er, og er aðallega borið við húsnæðisskorti. Iþrótta-félag stúdenta er eina félagið í höfuðborginni sem æfir blak sem keppnisíþrótt. Old boys-flokkar æfa hins vegar bæði hjá Ármanni og IR. — En kvenna- og unglingalið? — Á þingi BLÍ í haust verður gengið frá reglum um keppni í aldursflokkum í samræmi við alþjóðareglur. Kvenna- keppni er þegar hafin, þó konur hafi enn ekki keppt á íslandsmóti. Að vísu bjóst ég varla við neinni þátttöku, þegar auglýst var eftir þátttöku í kvennaflokki á skólamótinu í vetur. En það komu hvorki meira né minna en 6 lið. Tvö þeirra, lið Kennaraháskólans og íþrótta- kennaraskólans sýndu mjög góð tilþrif. Iþróttakennaraskólinn hefur sinnt blak- inu mjög vel, og við erum auðvitað hæst- ánægðir með það, að íþróttakennarar skuli geta kennt þessa íþrótt. — Hvað um erlend samskipti? BLÍ mun gerast aðili að Norður- landasambandinu á þessu ári. Við stefn- um að því að taka þátt í Norðurlanda- meistaramótinu 1975. Mvndun landsliðs er enn erfiðleikum háð vegna þess hvað liðin eru óstöðug, þar sem þau eru flest skólalið eins og ég sagði áðan. Við mun- um líka reyna að koma á keppni við er- lend lið áður, þannig að við getum mælt styrkleikann. — Hvað eiga félög úti á landi að gera, ef þau vilja byrja blakæfingar? — Sjálfsagt er að skrifa Blaksam- bandi Islands, íþróttamiðstöðinni, Póst- hólf 864. Við veitum allar upplýsingar um útbúnað, og hjá BLÍ og ÍSI fást leik- reglur í blaki, sem gefnar voru út í fyrra. SKINFAXI 10

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.