Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1973, Síða 12

Skinfaxi - 01.02.1973, Síða 12
þessi lífsgæði eða bjóðum takmarkalítinn aðgang að þeim, þá erum við að glata þeim í skilningi, sem við þekkjum þau. Mývatn, Þingvellir, Herðubreiðarlindir, Ásbyrgi, Skaftafell verða ekki lengur samir staðir þegar skipulagðir hópar ferðamanna streyma yfir þá. Hvaða ís- lendingur vill fá sér úthlutað númeri fyrir tjaldstæði í samkeppni í fjölþjóð- legri ferðamannabiðröð?“ Ein afleiðingin af dekrinu við erlenda ferðamannastrauminn er sú, að Islend- ingum er bolað frá veiðivötnum síns eigin lands til þess að hægt sé að leigja þau útlendingum. Ekkert er of gott til að auka ferðaaðstreymið, þótt það sé of gott handa okkur sjálfum. Vilhjálmur bendir á, að það eru 5—10% tekjuhæstu menn heims verðleggja nú orðið veiði- leyfin í íslenzkum veiðivötnum. Islenzk stjórnvöld virðast horfa á það með vel- þóknun að venjulegir íslendingar séu sviptir aðstöðu til þeirrar ágætu útilífsí- þróttar, sem veiðimennskan er. Til að á- rétta þá hættu er stafar af hinni óforsjálu ferðamálapólitík, leyfi ég mér að vitna Velferð mannsins er háð ómenguuðu um- hverfi og óspilltri náttúru. enn í eina málsgrein í hinni tímabæru grein Vilhjálms Lúðvíkssonar: „Með því að beina þannig yfir okkur straumnum eru við að efna til samkeppni við sjálf okkur um það lífsrými og um þau lífsgæði, sem okkur eru dýrmætust.“ Landnámsafmælið Talsverð umræða hefur orðið að und- anförnu um væntanleg hátíðahöld í til- efni 1100 ára afmælis Islandsbyggðar á næsta ári. Fyrir nokkrum árum skipuðu stjórnvöld sérstaka nefnd til að undir- búa og skipuleggja hátíðahöldin. Stefnir nefndin að því að halda fjöhnennustu útihátíð íslandssögunnar á ÞingvöIIum. Margir liafa andmælt þessum fyrirætl- unum. Finnst sumum tilefnið of smátt en aðrir horfa í kostnaðinn, og auk þess óttast margir að náttúrufegurðinni á þessum helgasfa stað þjóðarinnar sé hætta búin af slíkri örtröð. Margt skrýtilegt hefur borið á góma í umræðum um þessa fyrirhuguðu riti- hátíð. Þeim, sem rætt hafa málið í fjöl- miðlum, er það sameiginlegt að þeir virðast ekkert þekkja af eigin raun til framkvæmda stórra útihátíða. Vitna þeir helzt í samanburðarskyni til lýðveldishá- tíðarinnar 1944 eða alþingishátíðarinnar 1930. Þetta er glöggt dæmi um skamm- sýnina. Báðar þessar hátíðir voru t. d. haldnar áður en bílisminn svonefndi varð hér allsráðandi. Vegna einkabílismans eins, verður ekki séð að neinum verði skemmtun gerð með því að beina tug- þúsundum bíla á þröngan holóttan Þing- vallaveginn, auk þess sem þetta bíla- traðak myndi stórspilla jarðvegi þar eystra hvað sem allri bílastæðagerð líð- ur. Verndun Þingvallasvæðisins alls 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.