Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1973, Síða 13

Skinfaxi - 01.02.1973, Síða 13
verður að setja ofar öllu hátíðahaldi og mannfagnaði. Varðandi framkvæmd stórra útihátíða hefur ungmennafélagshreyfingin langa og trausta nútímareynslu, en þeir fínu menn sem fjallað hafa um málin í fjöl- miðlum, virðast þarna algerlega utan- veltu. Þeir velta vöngum yfir ýmsum at- riðum sem margir hljóta að brosa að, sem staðið hafa að landsmótum og sum- arhátíðum ungmennafélaganna, þar sem tugþúsundir hafa safnazt saman. Eitt af því sem fólk virðist óttast mest i framkvæmd væntanlegra hátíðahalda, er drykkjuskapur unglinga. Er þá gjam- an vitnað til þjóðhátíðahalda 1 Reykja- vík síðustu árin. En enginn hinna hátíð- legu og málglöðu manna virðist þekkja til hinna stóm landsmóta UMFI, þar sem tugþúsundir fólks skemmta sér vel í tvo til þrjá daga án áfengis. Hvers vegna tekst svona vel til á iandsmótum UMFÍ meðan gegndarlaus drykkjuskapur ræður svipmóti þjóðhátíð- arhalda í Reykjavík? Fjölmiðlastjörnun- um hugkvæmist ekki að íhuga þetta, enda hafa þær fvlgzt sorglega illa með þessum málum. Eg býst ekki við að neinn ungmennafélagi sé í vafa um svar- ið. Á landsmótunum er hið tízkulega borgarlífsfyrirbæri, kynslóðabilið, ekki fyrir hendi. Þar er fjölbreytileg og menn- ingarleg skemmtun fyrir alla, og áfengis- bölið er þar aldrei hið minnsta vanda- mál. Á þjóðhátíð í Reykjavík er þessu annan veg farið. Eldra fólkið snýr þar baki við unglingunum með hneysklun góðborgarans, þegar líða fer á kvlödið, og getur ekki verið þekkt fyrir að vera mnan um þennan skríl, sín eigin böm. I stað þess að vinna með unglingunum Þingvelli veröur að vernda. að undirbúningi og framkvæmd menn- ingarlegrar skenuntunar, fleygja em- bættismenn nokkrum skemmtanamolum í þá, og síðan skilur eldri kynslóðin þeim ekkert eftir nema götuna og næga pen- inga fyrir áfengi. Oþarfa tilhliðrun Eg get ekki skilizt við þetta mál án þess að lýsa yfir óánægju með þá á- kvörðun stjórnar UMFÍ að verða við þeirri ósk þjóðhátíðarnefndar að fella niður landsmótið 1974 og færa það til annars árs. Ósk þjóðhátíðarnefndar er til komin af þekkingarleysi á hinni góðu erfðavenju landsmótanna, sem er ein- liver sterkasta verðleikasönnun ung- mennafélagshreyfingarinnar. Eg trúi því ekki að ungmennafélagar hefðu nokkurs staðar slegið slöku við landsmótsundir- búning vegna þjóðhátíðarinnar. Þvert á móti trúi ég því að þau hefðu lagt aukið kapp á að hafa landsmótsstarfið sem bezt, og þá hefðum við fengið beztu þjóðhátíð sem völ er á. E. Þ. skinfaxi 13

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.