Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1973, Síða 16

Skinfaxi - 01.02.1973, Síða 16
að ráði áfram á framhallandi arma. Um leið og sitjandanum er lyft, er reynt að láta höfuðið halda óbreyttri afstöðu til bols- ins frá því áður, og því fellur það eilítið niður, og um leið er horft nokkru aftan við þann stað — sem áður var horft á. 8. Um leið og sitjandanum er lyft upp verður sá, sem er að búa sig undir viðbragðið, að þrýsta fót- unum aftur í blokkirnar — hol- urnar — og mynda þannig spennu milli arma og fóta. Gæta skal þess að sitjandinn komi ekki það hátt upp að aftari fóturinn réttist meira en svo, að hornið sem hnéð myndar verði stærra en um 120°. Og þegar nemandinn er orðinn öruggur, liggur beint við að segja „hlaup“. 9. Neminn látinn hlaupa út úr blokkunum eins hratt og hann getur, og nú er þetta endurtekið hvað eftir annað. Honum er gert Ijóst að hann verði eins fljótt og auðið er að ná réttu hlauplagi •— að hann byrji strax með réttum armhreyfingum, þannig að önn- ur höndin sú rétta, fari fram en hin aftur strax í viðbragðinu, því alltof algengt er að báðum sé kippt upp að líkamanum í sjálfu viðbragðinu. Reynt skal að gera þeim skiljanlegt að alltaf þurfi þeir að vera viðbúnir að hefja hlaupið strax og komið er upp í viðbúnir-stöðuna og að hlaupa af stað á fullri ferð. Síðan er þetta æft aftur og aftur þar til það telst vel þolanlegt eða betur gert hjá nemandanum. Gengið fram og tekið sér stöðu, eftir skipun, farið upp í viðbúnir-stöðuna, einnig eftir skipun og síðan brugðið við eftir skipun og hlaupið á fullu, og þeir, sem það ekki gera, látnir vita af því að til þeirra og letinnar hafi sést. Hlaupalagið er ekki auðvelt að kenna og í skólakennslu er mjög erfitt að koma því við að eiga við það. Reyna þarf að fá nemana til að hlaupa með samæfðum skrefa- og armhreyfingum strax frá upp- hafi, með sterkum arma- og fótahreyf- ingum og fulla réttu fótar í spyrnunni. Til þess að gera æfingarnar skemmti- legi i fyrir nemendurna eru keppnir yfir mismunandi langar vegalengdir góðar, þar sem hinir eru notaðir til að vera dómarar og ræsar til skiptis. Gott getur líka verið að hlaupa með milliriðla og úrslit. Kennarinn, sem vill sjá hvort rétt sé brugðið við, tekur sér stöðu aftan við og til hliðar við hlauparana þar sem þeir eru í viðbúnir-stöðunni. Ef þess er ekki kostur, þá framan við og til hliðar. Þessi staða er tekin vegna þess að það fyrsta sem hreyfist í viðbragðinu er fótspyma aftur í blokkirnar og ef hún hefst áður 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.