Skinfaxi - 01.02.1973, Qupperneq 20
PÓSTURINN
Hvaff er byg-gffastefna UMFÍ?
Nú á tímum endurreisnar og allsherjar
skipulagningar þykir tilhlýða að hugsa
svolítið um vandkvæði menningar-
strauma undanfarinna ára.
„Byggðastefna UMFÍ“. Einhverjum
kemur sjálfsagt í hug sú spurning hvort
fátækleg stjórn Ungmennafélags íslands
hafi einhverjar mótaðar skoðanir í
byggða- og búsetuþróun íslands. Að
sjálfsögðu er full ástæða til að ætla að
svo sé, en hinsvegar er rétt að undir-
strika það, að þegar hér er rætt um
UMFÍ, þá er átt við samtökin sem spegil-
mynd einstaklinganna. Ekki ætla ég að
gerast túlkur heildarinnar um þessi mál,
heldur vil ég reyna að skjóta fram
nokkrum hugmyndum og athugasemdum
öðrum til umþenkingar.
Mér hefur fundist undanfarandi ár að
landsbyggðin geri sífellt stærri kröfur
um jafnvægi í byggð landsins. Mig furð-
ar því hversu hljótt hefur verið um þessi
mál á vettvangi ungmennafélaganna.
Ef byrjað er að athuga höfuð skepn-
unnar, þá vaknar sú spurning hvort það
sé á réttum stað á skrokknum. Ung-
mennafélögin eru flest starfandi vítt um
land og jafnvel ríkjandi í dreifbýli, hvers
vegna er þá verið að planta þjónustu-
miðstöð samtakanna í sjálfum aðdrátt-
arsvelgnum sem Reykjavík er? Er það
til þess að sannfæra dreifbýlið um nauð-
syn höfuðstöðva í höfuðstað? Af hverju
ekki að ríða á vaðið í byggðastefnu sem
staðfesti jafnvægi í byggð landsins? Af
hverju ekki að staðsetja skrifstofu UMFÍ
í byggðakjarna úti á landi t. d. Akur-
eyri, Egilsstöðum, Blönduósi Selfossi eða
Sauðárkróki?
Ef málið er skoðað niður í kjölinn fæ
ég ekki séð að aðstaða til þjónustu sé
neinu lakari á þessum stöðum. Allar hug-
dettur um ómissandi möguleika til þjón-
ustu frá Reykjavík tel ég fráleitar. Sam-
göngur eru orðnar nokkuð kerfisbundn-
ar og flesta hluti má panta og afgreiða
með samtölum og tilskrifum ef þar
fjalla kunnáttumenn um málin.
Að öðru leyti tel ég að staðsetning höf-
uðstöðvanna utan Reykjavíkur mundi
skapa meiri skipulagðar heimsóknir og
samskipti heildarsamtakanna við aðild-
arsamtökn. í fljótu bragði finnst mér
fleiri rök felast í þvi að landssamtök hafi
samband við börnin sín í hópum í heima-
byggð, heldur en börnin séu hvert í sínu
lagi að sjúga spena mömmu gömlu.
Jafnvægi í byggð landsins á að vera
okkar mál. ísland allt. Goffi.
Borgarnesi 25.-1., 1973.
Gengur ei vel með greiðsluna
gleðst þó yfir Skinfaxa.
Eykur hjá mér eldinn vona
að ísland njóti dætra og sona.
Árið í fyrra og einnig nú
ætla að senda í góðri trú,
að mig rukkir ef það hækkar
eins ef blaðið líka stækkar.
Berðu kveðju beztu mönnum,
bara þeir geri alla að sönnum
íslendingum með aleinn vilja,
uppeldisins takmark skilja.
Lengra ekki ljóða stef
litla þekking á því hef.
Þetta sendi þó með geig
og þakklæti, fröken Sigurveig.
íslandi allt.
Jón Fr. Hjartar (sign.)
20
SKINFAXI