Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1973, Síða 7

Skinfaxi - 01.04.1973, Síða 7
hver afrek hafa ekki komizt á skrá. Þeg- ar árið er svo athugað í heild verður jafnvel 10 fyrstu í hverri grein veitt við- Urkenning. í þessari keppni má líka synda í hinum litlu sundlaugum sem svo Vlða eru á landinu. Annað atriði er það að skipta árinu í ‘vo sjálfstæð keppnistímabijj, og ætti það líka að vera hagkvæmt fyrir þá sem ei'u mjög bundnir t. d. vegna atvinnu einhvem hluta ársins. Annað tímabilið nær yfir vetrarmánuðina og lýkur með bikarkeppni SSÍ snemma vors. Hitt tíma- i'ilið er á sumrin, og Meistaramót ís- lands er venjulega seint í júlí og ungl- nigameistaramótið í byrjun september. Erlend stórmót eru líka flest á þessu bmaskeiði, en þó var t. d. síðasta lands- keppni okkar við íra um miðjan vetur. — Eru ekki mörg önnur stórverkefni hjá SSÍ í ár? — Við háðum landskeppni við íra í Dublin í vetur og unnum þar kærkominn Slgur. Við hyggjumst taka þátt í keppni h landa eins og í fyrra, og Norðurlanda- u^eistaramót er í sumar. Þá verður Evrópumeistaramót fyrir unglinga, fasdda 1958 og síðar, og hefur SSÍ sett lagmarksskilyrði fyrir þátttökurétti. Loks ^aa geta þess að heimsmeistaramót í sundi verður í fyrsta sinn lialdið í ár, og ^er það fram í Belgrad 1. september. Um páskana fengum við hingað lands- þjálfara Skotlands í sundi, og dvaldi hann hér í 10 daga. Hann þjálfaði lands- Uðið og hélt fræðslufundi með sund- kennurunum, þjálfurum og forystu- oúirnnim. Þetta var mjög árangursríkt, °g Sundsambandið hefur fullan liug á að efna til fleiri slíkra heimsókna í fram- fíðinni. — Er fleira sem hægt er að gera til að létta undir starf sundþjálfaranna? — SSI hefur fengið nýja og mjög góða kvikmynd um sundstíl alls fræg- asta sundfólks heimsins í dag. Myndin er tekin af keppendum á Olympíuleik- unum í Múnchen í fyrra og líka eftir þá. Myndin er tekin bæði undir og yfir vatnsborðinu og sýnir sundstíl bæði með eðlilegum hraða og líka hægt. Nokkrir færustu sundþjálfarar heims ræða síðan saman um sundstílinn og tæknina hjá afreksfólkinu og segja álit sitt á þeim atriðum. Þessa frábæru kvikmynd lánar SSÍ út, og eru þjálfarar og félög hvött til að notfæra sér það. — Að lokum, — hvað olli hinum stóra sigri íslendinga í Norrænu sund- keppninni, hverju spáirðu um næstu keppni? — Norræna sundkeppnin í fvrra hitti beint í mark. Fyrirkomulagið virtist falla íslendingum vel í geð; þeir brugðu skjótt við og höfðu gott úthald. Á Norð- urlandameistaramótinu í sumar verður þingað um næstu keppni, sem verður 1975, og við vitum að Norðmenn ætla að koma með tillögur um breytta til- högun á keppninni. En þó að einhverjar breytingar verði gerðar, er ég ekki í neinum vafa um að sigurinn verður einn- ig okkar í næstu keppni. skinfaxi 7

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.