Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1973, Page 9

Skinfaxi - 01.04.1973, Page 9
Eiðum. Ég keppti svo í síðasta landsmóti á Sauðárkróki ásamt hópi ungs sund- fólks frá Akranesi. — Er mikill sundáhugi á Akranesi? — Já, þar hefur verið æft vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður, aðeins 12V2 metra laug, en við höfum haft góða þjálfara. Við urðum t. d. í öðm sæti í bikarkeppni SSI í vetur, næst á eftir Sundfélaginu Ægi i Reykjavík. — Er ekki von til þess að sundmann- virki verði betrumbætt hjá ykkur á næstunni? — Vonandi verður það. Kannski verður næsta landsmót UMFÍ til að ýta á slíkar framkvæmdir, úr því að það verður einmitt haldið á Akranesi. — Að lokum ein klassísk spurning, Guðjón: Þar sem þú hefur tekið þátt í mörgum stómiótum og öllum lands- keppnum íslands síðan 1968. Ilvað er nú eftirminnilegast af þessu öllu? •— Það eru tvímælalaust Olympíuleik- arnir í Múnchen. Það var stórkostlegt aS fá að vera með í þeirri keppni og fylgjast með öllum sterkustu sundstjöm- um iieimsins. íþróttafréttamenn kusu Guðjón íþróttamann ársins 1972. Hér er Guðjón með hinn veg- lega verðlaunagrip sem fylgir heiðurstitl- inum. Guðjón tekur við verölaunum á Landsmóti UMFÍ að Eiðum 1968, þá aðeins 15 ára gamall. — Nokkuð sérstakt sem þú vilt leggja áherzlu á í lokin? — Já, ég vil gjaman nota tækifærið til að kcma á framfæri þakklæti til þjálfara minna, Ilelga Hannessonar á Akranesi og Guðmundar Harðarsonar, sem ég æfi hjá hér í Reykjavík. Það vill oft gleymast þegar fagnað er yfir af- rekum, að þau væru óhugsandi án mannanna, sem standa á bak við og eru óþreytandi við að kenna manni og hjálpa. SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.