Skinfaxi - 01.04.1973, Page 10
Ný og knýjandi verkefni ungs
fólks í landgræðslu
Rætt við Hauk Hafstað, framkvæmdastjóra Landverndar
Haukur Hafstað tók við starfi fram-
kvæmdastjóra Landvemdar, land-
græðslu- og náttúruvemdarsamtaka Is-
lands — 1. október s. 1. Skinfaxi gekk
nýverið á fund Hauks og innti hann
frétta af Landvernd og starfi samtak-
anna.
— Hvernig gengur ykkur að afla fjár
til starfsins og að fá fólk til að vinna að
landgræðslunni?
— Það gengur vel. Landvernd er fyrst
og fremst samtök almennings, og mark-
mið samtakanna varðandi gróðurvernd
Haukur
Hafstað
Ingvi iHwNtcinfiwm
Gróðurvemd
Landvernd annast
einnig út-
gáfustarfsemi.
„Gróðurvernd"
eftir Ingva
Þorsteinsson er
nýjasta rit sam-
takanna.
er að fá almenning til virkra starfa í
landgræðslunni. Þetta hefur tekizt og
meira að segja tekizt veh Á s. 1. ári voru
veittar þrjár milljónir króna af opin-
beru Jandgræðslufé til kaupa á fræi og
áburði á vegum Landverndar. Vegna
starfs Landverndar bættust svo 2 millj-
ónir króna við frá bæjar- sveita- og sýslu-
félögum. Þetta fé fæst í landgræðslustarf
almennings fyrir atbeina Landverndar.
Við þetta bætist svo allt það verðmæti
sem felst í sjálfboðastarfi almennings
við dreifingu á fræi og áburði.
10
SKINFAXI