Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1973, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.04.1973, Blaðsíða 14
Hallfreður Örn Eiríksson: UM SÖFNUN ÞJÓÐSAGNA OG ÞJÓÐKVÆÐA 9 „Kerling ein er hjá mér, margkunn- andi, en flest sem hún kann er alkunn- ugt og með nýju bragði.“ Þessi klausa úr rúmlega aldargömlu bréfi síra Björns Halldórssonar í Lauf- ási til Jóns Ámasonar þjóðsagnasafnara kemur mér stundum í hug, þegar menn reyna sem ákafast að fullvissa sig um, að það sem þeir kunna, sé á allra vömm, og þess vegna sé ekki ómaksins vert að varðveita það. Mér dettur þetta í hug vegna þess, að þetta er ekki í eina skiptið sem þessi rök hafa verið notuð gegn skráningu jijóðsagna, ævintýra, þjóðkvæða, vísna alls kyns, gútna, máls- hátta, bæna og annars þess háttar. Fyrir bragðið er oft ekkert vitað, hvað oftast gekk í munnmælum. En fleiri sögur en sögur kerlingarinnar norðlenzku hurfu óskróðar úr munnmælum. Frægar sagn- ir merkilegra fornþjóða, sem minnzt er á í fjölda rita, em nú ekki þekktar nema í brotabrotum eða þá í brotum þegar bezt lætur, vegna þess að þær voru al- þekktar. Svo voru aðrar, sem þóttu of nýjar til þess að setja þær á blað. Það var sumarið 1964, að söfnun munnmæla í bundnu máli og óbundnu og þjóðlaga hófst á vegum Handrita- stofnunar Islands nú Stofnun Árna Magnússonar á íslandi. Þessi söfnun hefur orðið árangursríkari en nokkur þorði að vona í upphafi, „en seint fyllist sálin prestanna", eins og þar stendur. > Svo líður tíminn líka ákaflega hratt, og áður en varir er orðið um seinan að safna öllum þessum fróðleik og allri þessari skemmtan, sem var forfeðrum okkar til svo mikils menntunar- og ánægjuauka. Þess vegna hef ég ástundað það að ná til sem flestra manna, sem líklegt er að kunni eitthvað af þessu tagi, hversu lít- ilfjörlegt og a'gengt, sem mönnum kann að finnast það. Eg geri þetta í |)eirri rökstuddu vissu, að þegar tímar líða fram, muni allt þetta þykja enn merki- legra en nú. Ævintýrin, sem Ámi Magn- ússon, handritasafnarinn heimsfrægi, lét hripa upp eftir gömlum kerlingum þykja nú ómetanleg. En það var hann einn og enginn annar, sem virti þau þess viðlits að bjarga þeim frá glötun. 14 SKINFAXi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.