Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1973, Qupperneq 19

Skinfaxi - 01.04.1973, Qupperneq 19
AUKIÐ STARF ÍÞRÓTTASKÓLA SIGURÐAR Á LEIRÁ íþróttaskóli Sigurðar R. Guðmunds- sonar að Leirá í Borgarfirði starfar í sumar sem endranær. í sumar verður í fyrsta sinn starfrækt við skólann lýðskóla- deild, þar sem ungu fólki gefst kostur á menntun í félagsleiðsögn og íþrótta- kennslu. Iþrótaskóli Sigurðar á Leirá hóf starf sumarið 1968. Skólinn hefur verið ætl- aður stúlkum og drengjum á aldrinum 9-14 ára, en mun nú, eins og áður segir, einnig mennta fólk til félagslegrar for- ystu og leiðbeinendastarfa í íþrótum. í viðtali við Skinfaxa sagði Sigurður að lýðskóladeildin væri stofnuð til að bæta ur brýnni þörf á félagsleiðtogum og í- þróttaleiðbeinendum. Við námið verða notuð kennslugögn þau sem Æskulýðs- ráð ríkisins hefur samþykkt. Meðal þeirra sem flytja erindi á ráðstefnunni eru Valdimar Örnólfsson, Reynir Karls- son, Hanens Þ. Sigurðsson og Þorsteinn Einarsson. Nemendur munu kynnast starfsemi UMFÍ m. a. með því að heim- sækja sambandsbing UMFÍ í Haukadal, °g fulltrúi frá ISI mun kynna starf þeirra samtaka. Þá fá þessir nemendur í lýð- skóladeildinni ágæta verklega þjálfun V]Ú að leiðbeina unglingum sem eru í ungmennadeild skólans. Níu nemendur verða í lýðskóladeildinni, flestir úr ung- uierm af él agsh rey f i n gunni. Héraðssam- bönd og félög, æskulýðsráð og bæjarfé- lög hafa styrkt langflesta nemendur til námsins, og segir það sitt um það hversu þörfin er brýn fyrir forystufólk og leið- beinendur á þessu sviði. Hér er um að ræða grunnmenntun, sem ungmenna- og íþróttahreyfingin þurfa nauðsynlega að byggja ofan á, sagði Sigurður. Fullbókað er í öll ungmennanám- skeiðin þá tvo mánuði sem þau starfa, eins og jafnan undanfarin ár. í ung- mennadeild eru kenndar frjálsar íþrótt- ir, knattleikir og sund. Lögð er áherzla á félagsstörf, kenndur er dans og söngur, og kvöldvökur eru á hverju kvöldi. Leirárskóli í Borgarfirði. SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.