Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1973, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.04.1973, Blaðsíða 20
íþróttir á villigötum: ÖRVUNARLYFIN — óhugnanlegur fylgifiskur afreksiþrótta Dauðsföll í íþróttakeppni af völdum örvunarlyfja hafa varpað skuggum á al- þjóðlega íþróttakeppni um langt skeið en aldrei í jafn ríkum mæli og á síðustu árum. Vegna aukinnar tækni er nú hægt að kanna slíka ólöglega notkun örvunar- lyfja miklu betur en áður. Margir af þeim se msvíkja lit í keppni, hafa verið afhjúpaðir, en þó aðeins tíundi hver keppnismaður af slíku tagi. Eins og gef- ur að skilja, er örvunarlyfjanotkun lang mest meðal atvinnu-íþróttamanna, en áhugamenn hafa þó ekki hreinan skjöld heldur. Á Olympíuleikunum í Múnchen s. 1. sumar varð Bandaríkjamaðurinn Rick Demont að skila aftur gullmedalí- unni sem hann fékk fyrir sigur í 400 m. skriðsundi. Þessi 16 ára gamli piltur brast í grát, en hann reyndist hafa neytt efnisins „ephedrin". Sömu leiðina fóru Simpson rétt áður en hann hné dauSur niður. silfurverðlaun judomannsns Budaa frá Mongólíu vegna notkunar sama efnis. 35 heimsmeistaramót eru haldin í ýmsum íþróttagreinum árlega og um 50 Evrópumeistaramót. Alls staðar verður að vera á verði gegn örvunarlyfjunum. Árið 1968 börðust Þjóðverjinn Elze og Italinn Duran um Evrópumeistaratitil- inn i hnefaleikum. Elze neytti fyrir keppnina efnisins „pervitin", sem orr- ustuflugmenn notuðu í heimstyrjöldinni. Efnið kom í veg fvrir að Elze yrði var hinn raunverulega höggþunga andstæð- ingsins, sem greiddi honum 21 höfuð- högg áður en yfir lauk. Afleiðingarnar: Heilablæðing og átta dögum síðar lézt Elze. Mikið var á sínum tíma talað og skrifað um dauða brezka atvinnu-hjól- reiðakappans Simpsons, en hann féll dauður af hjólinu í hinni frægu hjól- reiðakeppni „Tour de France“ árið 1967. Til að létta sér erfiðið í brekkum Alpa- fjalla drakk hann ókjör af „odrine" og skolaði kverkamar með brennivíni á eftir. í 50 stiga hita lauk æfi þessa fræga hjólreiðamanns í efstu brekkunni. Sijnp- son var annars talinn sigurstranglegastur í keppninni, og það var líklega þess vegna að tekin var mynd af honum nokkrum mínútum áður en ferli hans 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.