Skinfaxi - 01.04.1973, Blaðsíða 24
Frá starfi
ungmennafélaganna
3 opin víðavangshlaup.
í \etur efndu Breiðablik i Kópavogi,
Stjainan í Garðahreppi, Umf. Bessa-
staðahrepps Álftanesi og Afturelding í
Mosfellssveit til opinna víðavangshlaupa
fyiir karla og konur eldri en 14 ára.
Bieiðablik hélt Kópavogshlaup sunnu-
daginn 21. janúar kl. 14,00. Keppendur
voru um 10.
í flokki karla sigraði Ágúst Ásgeirsson
ÍR, annar vaið Einar Óskarsson eftir
harða keppni við Ágúst, þriðji varð Er-
lingur Þorsteinsson, Stjörnunni. Karlar
hlupu um 4 km.
í flokki kvenna sigraði Ragnhildur
Pálsdóttir Stjörnunni en önnur varð
Anna Haraldsdóttir FH. Konur hiupu um
2 km.
í lok hlaupsins afhenti Þórir Hall-
grímsson form. Breiðabliks verðlaun.
Ágúst Ásgeirsson hlaut farandbikar, sem
Samvinnutryggingar gáfu, en Ragnhild-
ur Pálsdóttir hlaut bikar, sem Ingimar
Jónsson gaf.
Stjarnan í Gaiðahreppi og Umf. Bessa-
staðahrepps Álftanesi gengust fyrir
Bessastaðahlaupi á Álftanesi sunnudag-
inn 11. febrúar kl. 14,00. Keppendur voru
alls 20, 14 karlar og 6 konur.
Sigurvegari í karlaflokki varð Ágúst
Ásgeirsson ÍR, annar varð Einar Óskars-
son og þriðji Júlíus Hjör’eifsson ÍR.
Sigurvegari í kvennaflokki varð Ragn-
hildur Pálsdóttir Stjö.nunni, önnur
Anna Haraldsdóttir FH og þriðja varð
Bjarney Árnadóttir ÍR.
í lok hlaupsins afhenti Örn Eiðsson
formaður FRÍ verðlaun. Hlaut Ágúst veg-
legan bikar, sem Sportval gaf, Ragnhild-
ur hlaut bikar gefinn af Aski, einnig
hlutu þeir sem voru í 1., 2. og 3. sæti litla
bikara til minja um hlaupið.
Afturelding í Mosfellssveit endurvakti
Álafosshlaup þann 18. marz 1973. Nú var
hlaupi frá vegamótum Úlfarfellsvegar
og Vesturlandsvegar upp fyrir Úlfarsfell
að Álafossi. Keppendur voru alls 19, 14
karlar og 5 konur. Voru þar samankomn-
ir flestir beztu langhlauparar landsins
auk gests frá Englandi, Lynn Ward.
í karlaflokki sigraði Ágúst Ásgeirsson
ÍR með miklum yfirburðum ,annar varð
Jón H. Sigurðsson HSK og þriðji varð
Einar Óskarsson Breiðabliki.
í kvenaflokki varð fyrst Lynn Ward
Engiandi, önnur Ragnhildur Pálsdóttir
Stjörnunni, þriðja Lilja Guðmundsdóttir
ÍR og fjórða Anna Haraldsdóttir FH.
Karlar hlupu um 6 km, en konur um
3 km.
Að hlaupinu loknu afhenti Pétur Pét-
ursson forstjóri Álafoss h. f. verðlaun,
cem Álafoss gaf. Sigurvegarar hlutu far-
andbikar, þ. e. Ágúst Ásgeirsson og Ragn-
hildur Pálsdóttir. Lynn Ward keppti sem ,>
Ágúst Ásgeirsron sigrar í harðri baráttu við
Einar Óskarsson á endasprettinum.
24
SKINFAXI