Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1975, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.02.1975, Blaðsíða 3
SKINFAXI Tímarit Ungmennafélags íslands — LXVI. árgangur — 1. hefti 1975. — Ritstjóri Eysteinn Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á ári hverju. Landsmótsár Heilir til starfa á nýbyrjuðu ári góðir ungmennafélagar og þakka ykkur þrótt- mikið starf þjóðhátíðarárið 1974. Árið 1975 er landsmótsár, æska ung- mennafélaganna um land allt býr sig nú undir þátttöku í 15. landsmóti UMFÍ, sem fram fer á Akranesi næsta sumar. Þjálfun afreksfólksins er nú betur skipulögð en oft áður, og allir sambandsaðilar innan UMFÍ munu leggja áherslu á að tefla fram vel æfðum einstaklingum í keppnis- og sýningargreinum landsmótsins. Landsmót UMFÍ vekja jafnan þjóðar- athygli, og nú er svo komið að fjöldi er- lendra ungmenna og forustumanna I æskulýðsstarfi munu hafa áhuga á því að sækja okkur heim landsmótsárið. Þá hefur landsmótsnefnd og stjórn UMFÍ á- kveðið að efna til utanferða frjálsíþrótta- fólks til Danmerkur að loknu landsmóti, og er það A. A. G. í Árósum sem verða munu gestgjafar okkar þar, en það er eitt af öflugustu héraðssamböndunum innan danska ungmennasambandsins D.D.G.U. Forustumönnum dönsku og norsku ung- mennafélaganna hefur verið boðið til landsmótsins ásamt sýningarflokkum, fimleikaflokki frá Danmörku, og þjóð- dansaflokki frá Noregi. Ákveðið hefur verið að fimleikar og þjóðdansar skipi veglegan sess á 15. landsmóti UMFl. Undirbúningur er hafinn í þessu sambandi og ráðgert að efna til umfangsmikilla hóp- sýninga í þessum greinum á mótinu. Landsmótin eru einskonar þjóðhátíð æskunnar á íslandi, þar sem sviðsetning fer fram á því fjölþætta starfi sem ung- mennafélögin vinna að. Engir sem mótin sækja komast hjá því að verða þátttakendur í þeim með einum eða öðrum hætti. Þannig fylgir íþrótta- fólkinu úr hinum einstöku héruðum lands- ins mikill fjöldi áhorfenda og aðstoðar- fólks, og er slíkt mikil hvatning fyrir í- þróttafólkið. Forustumenn keppnis- og þátttökuliða hinna ýmsu héraðssambanda leggja nótt við dag til undirbúnings og skipulagningar. Tjaldbúðir þátttakenda, ferðalögin, viðurgjörningur og framkoma öll á mótsstað — allt er vegið og metið. En framar öllu eru landsmótin góð skemmtun fyrir fólk á öllum aldri, alla fjölskylduna. Framkvæmdaaðilar 15. landsmóts UMFl, Ungmennasamband Borgarfjarðar og Umf. Skipaskagi, hafa átt mjög gott samstarf við forráðamenn Akraneskaupstaðar, og þar verður boðið til veglegs móts. Ungmennafélagar um allt land fjöl- mennum til landsmótsins. H. Þ. LAHD"BQKASAFH SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.