Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1975, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.02.1975, Blaðsíða 11
18 sundgreinar á Landsmótinu --- Rætt við væntanlega keppendur - Sundið mun sem fyrr skipa veglegan sess á landsmótinu á Akranesi í sumar. Keppt verður í 25 m. plastlaug sem kom- ið verður upp inni á íþróttasvæðinu, og er ætlunin að aka í hana heitu vatni ofan frá Leirárskóla. Keppt verður í 9 sund- greinum karla og 9 kvennagreinum. Sundfólk ungmennafélaganna býr sig nú undir keppnina á landsmótinu, sem efa- laust verðu nú harðari og skemmtilegri en nokkru sinni fyrr. Blaðamaður SKINFAXA hitti nýlega að máli tvo af væntanlegum þátttakend- um HSK í sundkeppni landsmótsins næsta sumar, og spurði þá frétta af und- irbúningi o. fl. Þorsteinn Hjartarson er 17 ára sund- maður úr Hveragerði. Hann er einn af efnilegustu sundmönnum HSK-liðsins sem til landsmótsins kemur næsta sumar. Að sögn föður hans, Hjartar Jóhanns- ar íþróttakennara á staðnum, hófst sund- ferill Þorsteins með nokkuð óvenjulegum hætti, er hann á öðru ári vappaði á eftir föður sínum á sundlaugarbakkanum al- gallaður, og féll þá útbyrðis í sundlaug- ina, og snéri höfuðið þá niður og iljarnar upji. En hann átti eftir að sanna að fall er fararheill. I dag á hann fjölda héraðs- meta í sundi, og hefur náð langt á lands- mótum yngri aldursflokka undanfarin ái — Þorsteinn, hvað getur þú sagt les- endum Skinfaxa um landsmótsundirbún- ingin hjá sundfólki HSK? — Skipulagðar samæfingar undir landsmótið hófust hjá okkur s. 1. haust, en þá hafði verið valinn 25 til 30 manna hópur sundfólks til æfinga. Við höfum komið saman í þessu skyni einu sinni í mánuði í allan vetur, ýmist á Selfossi eða hér í Hveragerði, en landsmótsliðið verður að uppistöðu til frá þessum stöð- um. Þá höfum við haldið skemmtikvöld, þar sem við höfum í sameiningu skoðað sundkvikmyndir og skemmt okkur sam- an. Þetta er gert til þess að stvrkja liðs- andann, og hefur örugglega gefið góða raun. — Hvernig hagar þú þínum æfingum þess utan? — I vetur er ég við nám í Mennta- skólanum við Hamrahlíð í Reykjavík. Ég æfi sund tvisvar í viku, og einu sinni í viku hverri þrekæfingar og lyftingar. Um helgar æfi ég svo hér heima í Hvera- gerði eftir því sem ég hef tíma til. — Milli hvaða sambanda og félaga Þorsteinn Hjartarson SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.