Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1975, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.02.1975, Blaðsíða 29
60 ÁRA AFMÆLI HSÞ Laugardaginn 2. nóv. sl. hélt Héraðs- samband Suður-Þingeyinga veglega af- mælishátíð á Húsavík vegna 60 ára af- mælis sambandsins, sem stofnað er að Breiðumýri 31. okt. 1914. Hátíðahöldin voru vel sótt af ung- mennafélögum víðs vegar að úr héraðinu og fjölda gesta. Forustumenn UMFÍ og ÍSÍ og íþróttafulltrúi ríkisins voru þar í boði HSÞ svo og forustumenn nágranna- héraðssambanda. Hátíðahöldin hófust með veglegum í- þróttasýningum í íþróttahúsinu á Húsa- vík, undir forustu framkvæmdastjóra HSÞ, Arnaldar Bjarnasonar, og hjónanna og íþróttakennaranna Védísar Bjarna- dóttur og Vilhjálms Pálssonar. Þráinsglíman fór fram, en það er árleg kappglíma sem fram fer hjá HSÞ. Kepp- endur að þessu sinni voru 5, og sigraði Ingvi Ingvason í glímunni að þessu sinni. íþróttasýningamar voru afar skemmtileg- ar, og áttu að sýna eins konar þverskurð af íþróttaiðkun innan sambandsins að svo miklu leyti sem það er hægt innan húss. Sýnd var knattmeðferð af ýmsu tagi, brugðið u]5p keppni í blaki, leik- fimisýning og leikræn tjáning yngstu æsk- unnar undir hljómfalli. Vakti sú sýning verðskuldaða athygli og ánægju við- staddra. Um kvöldið var svo sest að veglegu veisluborði í hinu myndarlega félags- heimili þeirra Húsvíkinga. Veislustjóri var Ketill Þórisson. Formaður HSÞ, Ósk- ar Ágústsson, bauð gesti velkomna og flutti yfirgripsmikið erindi um starfsemi sambandsins í 60 ár. Fjórir af stofnendum HSÞ em enn á lífi, og hafði stjóm sam- bandsins látið gera veglegar heiðursvið- urkenningar (veggskildi) þeim til handa. Tveir þessara heiðursmanna voru við- staddir og tóku á móti sínum heiðurs- verðlaunum, þeir Jón Haukur Jónsson, Húsavík og Marteinn Sigurðsson, Hálsi. Hinir tveir eru Jóhannes Laxdal, Tungu og Marteinn Sigurðsson, Ystafelli. Þá voru þeir Gunnlaugur Tryggvi Gunnarsson Kasthvammi og Þórður Jóns- son í Laufahlíð gerðir að heiðursfélögum fyrir vel unnin störf í þágu sambandsins, bæði af stjórn HSÞ og forseta ÍSÍ, sem sæmdi þá gullmerki. Óskar Ágústsson form. HSÞ hlaut einnig heiðursviður- kenningu frá ÍSÍ. Sambandinu voru fluttar kveðjur og færðar ýmsar góðar gjafir. Þegar veislugestir höfðu notið hinna ríkulegu veitinga, hlýtt á ræður, notið skemmtiatriða af ýmsu tagi og sungið kröftuglega undir stjórn Þráins Þóris- sonar skólastjóra á Skútustöðum, vom borð upp tekin og stiginn dans til kl. 2.00. Var mikil og almenn þátttaka í dansin- um, og áberandi hve margt ungt fólk var viðstatt þessi myndarlegu hátíðahöld, og skemmti sér vel. Skinfaxi óskar HSÞ til hamingju með afmælið og óskar sambandinu allra heilla í nútíð og framtíð. SKINFAXI 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.