Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1975, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.10.1975, Blaðsíða 6
knattleikjum sem hófst í fyrra. En ekki má gleyma jjví undirbúningsstarfi sem unnið er í hverju héraði. Menn leiða síð- ur hugann að jn'í fyrr en sjálft mótið hefst og hinir myndarlegu hópar íjn'ótta- fólks úr öllum landshlutum streyma inn á leikvanginn undir héraðsfánum sínum. Framganga jiessa fólks sýnir að lands- mót UMFI eru öflugur hvati til æsku- lýðsstarfs og sá vettvangur sem æskan í öllum héruðum vill sækja. Mótið hefst Nú var landsmótið í fyrsta sinn sett á föstudegi. Það var kl. 7 á föstudagskvöld- ið 11. júlí sem setningarathöfnin hófst, en íþróttakeppnin hófst þegar kl. 10 um morguninn. Forsetahjónin dr. Kristján Eldjám og frú Halldóra voru viðstödd mótssetning- una svo og Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra, forystumenn bæjar- mála á Akranesi, stjómarmenn ÍSÍ o. fl. gestir. Magnús Oddsson bæjarstjóri Akra- ness flutti ávarp og bauð mótsgesti vel- komna, Sigurður Guðmundsson form. landsmótsnefndar flutti ávarp f.h. fram- kvæmdaaðila mótsins, Ungmennasam- band Borgarfjarðar og Ungmennafélagið Skipaskaga. Síðan setti form. Ungmenna- félags íslands, Hafsteinn Þorvaldsson, mótið með ávarpi sem birt er sérstaklega hér í blaðinu. Að lokum flutti mennta- málaráðherra ávarp. Aður en ávörp voru flutt höfðu íþrótta- flokkar hinna ýmsu þátttökuaðila gengið fylktu liði inn á íþróttavöllinn undir fé- lagsfánum sínum, en göngunni stjómaði Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi. Þessi hópganga íþróttafólksins var tilkomumik- il og glæsileg og greinilegt að sambands- Frá körfuknattleikskeppni á landsmótinu. Það eru heimamenn á Akranesi (USK) sem hér eiga í höggi við austfirðinga (UIA). I.jósm.: Friðþjófur). aðilar höfðu lagt metnað í að gera flokka sína sem best úr garði. Það er olympíu- bragur yfir þessum jrætti mótsins og hann er vel til þess fallinn að koma öllum í hátíðarskap. Á eftir setningarathöfninni hófust fim- leikasýningar innlendra og erlendra sýn- ingarflokka, jí jóðdansasýningar og keppni í nokkmm greinum frjálsra íþrótta. 6 S K I N FAX I

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.