Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1975, Side 36

Skinfaxi - 01.10.1975, Side 36
Landsmótin krefjast þrotlausrar vinnu Rætt v/ð IngóLf Steindórsson um. 15. Landsmótib Að landmótinu loknu hittum við að máli Ingólf Steindórsson, framkvæmda- stjóra mótsins, og spurðum hann hvort hann væri ánægður. — Ég er ánægður með það að fram- kvæmd mótsins tókst vel og allt fór sam- kvæmt áætlun. Oll framkvæmdaatriði og allar tímasetningar stóðust eins vel og frekast er hægt að ætlast til á stórmóti sem þessu. Þetta sýnir líka að undirbún- ingur mótsins hefur verið í lagi, og þetta er að þakka mikilli vinnu og samstilltu átaki undirbúningsaðilanna. — Þýðir þetta að þú sért fullkomlega ánægður? — Nei, það er aldrei svo að ýmislegt hefði ekki mátt betur fara. Það olli okkur t. d. miklum vonbrigðum að ekki skvldi koma fleira aðkomufólk en raun bar vitni. Ég gerði mér vonir um að gestir yrðu álíka margir og á landsmótinu á Laugarvatni 1965, en svo varð ekki, og þetta þýðir að fjárhagslegur halli er á mótinu. — Hvað veldur því að aðsókn varð ekki meiri? — Ég kann ekki örugga skýringu á því. Það er reyndar ekki hægt að segja annað en að aðsóknin hafi verið góð — um 10 þúsund manns —, en við höfðum miðað undirbúning okkar við meiri fjölda, og góða veðrið mótsdagana hefði ekki átt að spilla fyrir. Sumir álíta að fólk sæki síður útihátíðir séu þær haldnar í þéttbýli. Það kann eitthvað að vera hæft í jrví, en hins vegar er orðið erfitt að halda slík stórmót annars sfcaðar en í joéttbýli vegna allrar aðstöðu og þjónustu. — Var þetta mót frábrugðið fvrri landsmótum? — Þetta var stærra mót en nokkru sinni fyrr, — fleiri kep]misgreinar og miklu fleiri þátttakendur, sem gerir fram- kvæmdina kostnaðarsamari og tímafrek- ari. Nú stóð mótið í fulla þrjá daga í stað tveggja áður. Þá var núna í fyrsta sinn erlendir sýningarflokkar sem settu skemmtilegan svip á mótið og gerðu það fjölbreyttara. Annars var heildarsvipur 36 S KIN FAX I

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.