Skinfaxi - 01.10.1975, Page 37
Þeir sem tóku við hin-
um fjölmörgu sérverð-
launum hampa hér sig-
urlaununum.
(Ljósm.: Friðþjófur).
mótsins sá sami og áður. Mestu máli
skipti að gestimir voru ánægðir, mótið
fór fram með góðum menningarbrag og
varð aðstandendum ]x:ss til sóma.
— Hvað er þór minnistæðast við mót-
ið?
— Vinnan í kringum þetta allt er mér
minnistæðust, enda fékk ég ekkert tæki-
færi til að fylgjast með því sem gladdi
mest augu áhorfenda. Vilji allra til að
láta þetta takast vel og vinnan sem fólk
lagði á sig til þess að svo mætti verða, er
nokkuð sem fáir leiða hugann að. Ég vil
tjá þakklæti mitt til sjálfboðaliðanna sem
voru margir, bæði úr röðum USK og
UMSB. Margir þeirra lögðu nótt við dag
í undirbúningsvinnu, og þetta varð ó-
skaplegt álag á suma. En án þessa starfs
hefði mótið ekki heppnast.
— Nú ert þú orðinn reynslunni ríkari.
Viltu ekki ráðleggja eyfirðingum eittlivað
fyrir næsta landsmót?
— Ég held að það sé mikilvægt að
kynna sér vel framkvæmd og starf í sam-
bandi við næstu mót á undan. Af því má
margt læra, það sparar tíma og fvrirhöfn
og getur lækkað kostnaðarliðina. Það
þarf að nýta vel þá reynslu sem fæst
með hverju landsmóti sem haldið er.
— Hverju spáirðu um framhald lands-
mótanna?
— Það hefur enn einu sinni sannast
að landsmótin hafa mikið aðdráttarafl
fvrir æskuna í cillum byggðarlögum.
íþróttaleg og félagsleg samskipti ung-
mennafélaganna sem þátt taka í lands-
mótunum, eru ánægjuleg og hafa mikla
félagslega þýðingu. Þetta fólk fer aftur
til heimkvnna sinna og glæðir þar áhug-
ann fyrir starfinu og að loknu hverju
landsmóti hefst strax undirbúningur fyrir
það næsta. Þannig eru landsmótin bæði
hvati og ómissandi tengiliður í starfinu,
og þess vegna er það öruggt að þau eiga
stóru hlutverki að gegna hér eftir sem
hingað til.
S KIN FAXI
37