Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1975, Page 41

Skinfaxi - 01.10.1975, Page 41
Lið XJngmennasam- bands Norður-Þingey- inga gengur undir fána sínum á lands- mótinu. (Ljósmynd: Friðþjóf ur). Árangur æfinganna kom fram í betri þátttöku í íþróttamótum héraðsins en nokkru sinni áður. Á héraðsmótinu voru 84 keppendur frá öllum 7 félögum sam- bandsins. Við tókum þátt í landsmótinu á Akranesi og unnum þar til stiga í 6 greinum. Þá tókum við þátt í 2. deild bikarkeppni FRI og í Norðurlandmótinu í frjálsum íþróttum. Héraðsmótið í Ásbyrgi er jafnan stærsta verkefni UNÞ á hverju sumri. Þetta er fjölbreytt héraðshátíð með íþróttakeppni og mörgum skemmtiatriðum. Mitt starf var að sjá um skipulagningu og fram- kvæmd íþróttakeppninnar ásamt frjáls- íþróttaráði og knattspymuráði UNÞ. Um önnur dagskráratriði sá stjóm sambands- ins undir forystu Aðalbjörns Gunnlaugs- sonar, formanns UNÞ. Héraðsmótið er helsta tekjulind sambandsins. Við höfð- um einnig frjálsíþróttamót fyrir aldurs- flokkana 17—18 ára og 15—16 ára. Þá höfðum við mót fyrir 14 ára og yngri, tvo bestu í hverri grein úr hverju félagi, en forkeppni hafði áður verið háð hjá félög- unum. í slíkri keppni eru gefin stig eftir árangri en ekki eftir röð í keppni. Þetta fyrirkomulag mæltist vel fyrir og reynd- ist áhugavekjandi hjá börnunum. íþróttamannvirki í héraðinu eru afar ófullkomin. Eini íþróttasalurinn í hérað- inu er við skólann í Lundi og hann er aðeins 6x12 m. á stærð. íþróttir eru eitt- hvað stundaðar líka í fólagsheimilinu á Þórshöfn. íþróttavellir -em mjög ófull- komnir, aðeins tún eða sjávarbakkar. En áhuginn er mikill og unga fólkið kemur þrátt fyrir þessar frumstæðu aðstæður. Það er rnikið af ungu fólki í héraðinu á sumrin sem mikils má af vænta fyrir UNÞ í framtíðinni. Að lokum má geta þess að íþrótta- og félagslífið liggur ekki niðri í héraðinu á vetuma þrátt fyrir erfiðar aðstæður. UNÞ S K I N FAX I 41

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.