Skinfaxi - 01.10.1975, Page 44
13 ARA
EVRÓPUMEISTARI
Nadia Comaneci, 13 ára gömul rúm-
önsk stúika, sigraði með yfirburðum í
fimleikum kvenna á Evrópumeistaramót-
inu í Skien í Noregi fyrr á þessu ári. Hin-
Hér er Nadia aðeins 11 ára gömul í æfingum
á svifrá á alþjóðlega mótinu í Austur-Þýska-
landi sem getið er um í greininni.
ar frægu sovésku fimleikastjórnur: ól-
vm|)íumeistarinn Olga Korbut og heims-
meistarinn Ludmila Turischeva, hafa al'lt
í einu fallið í skugga þessarar barnungu
íþróttakonu.
Nadia sigraði í þremur greinum og
hlaut silfurverðlaun í þeirri f jórðu. Þraut-
ir þær sem hún ieysti af hendi á mótinu
jróttu fádæma erfiðar, sérstaklega jrótti
leikni hennar á slá, rám og hesti blátt
áfram ótrúleg. Dómararnir áttu varla
orð til að lýsa undrun sinni. Samt sem
áður var Nadia alls ekki óþekkt í fim-
leikum fyrir þetta mót. Árið 1973 sigraði
hún á aljijóðlegu móti í Austur-Þýska-
landi, þá aðeins 11 ára gömul og skákaði
þá mörgum reyndum og frægum fim-
leikastjömum.
Margir spyrja hvort Jiað sé tilviljun að
slík undraböm komi fram á sjónarsviðið.
I rúmenska tímaritinu „Sports in Roma-
nia“ sem gefið er út á ensku sést að svo
er ekki. Austur-Evrópuþjóðirnar hafa á
síðari árum framkvæmt skipulega könnun
á íjiróttagetu barna og unglinga og það
skýrir að nokkru hinar stórstígu framfarir
þeirra á íþróttasviðinu. Árið 1968 ákváðu
tveir íþróttakennarar í Rúmeníu að koma
upp úrvalsflokki telpna í fimleikum. Þau
heimsóttu marga barnaskóla og völdu 26
telpur sem teknar voru til sérstakrar
þjálfunar. Ein þeirra var Nadia Coma-
44
SKINFAXl