Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.1975, Qupperneq 45

Skinfaxi - 01.10.1975, Qupperneq 45
neci, 7 ára gömul. Hún sýndi brátt ótví- ræða hæfileika og mikinn áhuga. 10 ára gömul var hún valin í unglingalandslið Rúmeníu til keppni í Póllandi og sigraði. Arið eftir sigraði hún á alþjóðlega rúm- enska meistaramótinu, og sama árið sigr- aði hún á alþjóðlega „Vináttu-bikarsmót- inu“ í Austur-Þýskalandi sem áður er getið um. Síðan hefur stjama hennar haldið áfram að hækka uns hún vann sinn stærsta sigur til þessa á Evrópumeistara- mótinu. Hver veit nema hún hefði orðið heimsmeistari í fyrra, en hún hafði ekki aldur til að mega keppa á mótinu. En á Ólympíuleikunum á næsta ári verður hún meðal þátttakenda, og margir spá henni sigri þar. Þar verður keppnin þó áreiðan Olga Korbut, olympíumeistar- inn vinsæli, sést hér í grennd við svifrána. Hún varð að láta í minni pokann fyrir rúmensku telpunni á Ev-r ópumótinu. Nadia Comaneci er mjög f jölhæf og hefur náð ótrúlegum [tokka í gólfæfingunum þrátt fyrir ungan aidur. lega hörð, og fleiri en hún munu ætla sér sigur þar. Olga Korbut er sögð ákveð- in í að verja ól)Tnpíutitil sinn. Á þessu hausti, nánar til tekið 17.—29. október, verður í fyrsta sinn „Heimsbikarskeppni" í fimleikum í London. Þar hafa aðeins þátttökurétt 6 fyrstu í kvennaflokki og karlaflokki úr síðustu heimsmeistara- keppni. Nadia fær því ekki að vera með. Olga Korbut hefur tilkvnnt að hún muni koma fram með nýjar æfingar í öllum greinum. Sú keppni sem allir fimleika- unnendur bíða eftir er samt keppnin á Ólvmpíuleikunum í Montreal 1976. S KIN FAX 1 45

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.